Láta sér ekki leiðast: Sá reynslumesti klárar stúdentinn | „Mikið í meðhöndlun“ Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 11:00 VIð spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir hefðu fyrir stafni á dauðum stundum í landsliðsverkefnum. Vísir/Samsett mynd Íslenska landsliðið er nú mætt til Lisabon í Portúgal þar sem framundan er leikur við ansi sterkt lið heimamanna á morgun í lokaumferð undankeppni EM í fótbolta. Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Ísland mætir til leiks án þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum eftir þungt 4-2 tap gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn. Það skal engum dyljast að á meðan á landsliðsverkefnum stendur er nóg um að vera hjá bæði þjálfarateymi, leikmönnum og öðru starfsliði íslenska landsliðsins og að nægu að huga. Við spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir geri milli æfinga, leikja og funda í landsliðsverkefnum til þess að stytta sér stundir. Athuga ber að viðtölin voru tekin í Vínarborg á þriðjudaginn síðastliðinn þar sem að landsliðið undirbjó sig fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Aron Einar Gunnarsson (103 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Aron Einar: Hvað gera leikmenn til að stytta sér stundir? „Staða mín er bara þannig að ég er mikið í meðhöndlun. Þá er ég að klára stúdentinn á fjölgreinabraut. Svo eru menn annað hvort bara í Play Station eða slaka á. Endurheimt er mjög mikilvæg í þessum bransa sem við erum í. Sérstaklega þar sem að stutt er á milli leikja hjá mönnum.“ Arnór Ingvi Traustason (52 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Arnór Ingvi: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Sjúkraþjálfararnir fá að finna fyrir því. Við erum að pútta, hendum okkur í spa-ið og það er spilað. Og eins hér í Vín (þar sem Arnór spilaði á sínum tíma hjá Rapid Wien) þá hef ég farið og hitt fólk sem ég kynntist hér á sínum tíma. Það er margt í boði en svo er það bara slökun líka.“ Orri Steinn Óskarsson(5 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Orri Steinn: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Það er bara mismunandi eftir mönnum. Ég persónulega er mikið í því að spila spil, kíkja út í göngutúra, horfa á þætti eða vera eitthvað með strákunum. Það er bara mjög rólegt og maður safnar kröftum fyrir æfingar og leiki. Maður vill ekki vera gera eitthvað of mikið. Maður kíkir kannski í spa-ið en það er bara mjög fínt að vera á góðum hótelum og slaka bara á.“ Arnór Sigurðsson (29 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Arnór Sig: Hvað gera landsliðsmenn til þess að stytta sér stundir? „Ég er mikið að spila lúdó svo er vinsælt að spila tíu. Ég er reyndar ekki kominn inn í það teymi. Svo er maður inni í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurunum að spjalla. Við hittumst ekki oft og því er alltaf gaman og nóg að segja frá þegar að við komum saman aftur. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliði manns. Margir af leikmönnum landsliðsins eru góðir vinir manns til langs tíma. Leikmenn sem maður hefur þekkt upp öll yngri landsliðin. Það er alltaf extra skemmtilegt að hanga á hótelinu, spila og gera nánast ekki neitt.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Ísland mætir til leiks án þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum eftir þungt 4-2 tap gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn. Það skal engum dyljast að á meðan á landsliðsverkefnum stendur er nóg um að vera hjá bæði þjálfarateymi, leikmönnum og öðru starfsliði íslenska landsliðsins og að nægu að huga. Við spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir geri milli æfinga, leikja og funda í landsliðsverkefnum til þess að stytta sér stundir. Athuga ber að viðtölin voru tekin í Vínarborg á þriðjudaginn síðastliðinn þar sem að landsliðið undirbjó sig fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Aron Einar Gunnarsson (103 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Aron Einar: Hvað gera leikmenn til að stytta sér stundir? „Staða mín er bara þannig að ég er mikið í meðhöndlun. Þá er ég að klára stúdentinn á fjölgreinabraut. Svo eru menn annað hvort bara í Play Station eða slaka á. Endurheimt er mjög mikilvæg í þessum bransa sem við erum í. Sérstaklega þar sem að stutt er á milli leikja hjá mönnum.“ Arnór Ingvi Traustason (52 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Arnór Ingvi: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Sjúkraþjálfararnir fá að finna fyrir því. Við erum að pútta, hendum okkur í spa-ið og það er spilað. Og eins hér í Vín (þar sem Arnór spilaði á sínum tíma hjá Rapid Wien) þá hef ég farið og hitt fólk sem ég kynntist hér á sínum tíma. Það er margt í boði en svo er það bara slökun líka.“ Orri Steinn Óskarsson(5 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Orri Steinn: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Það er bara mismunandi eftir mönnum. Ég persónulega er mikið í því að spila spil, kíkja út í göngutúra, horfa á þætti eða vera eitthvað með strákunum. Það er bara mjög rólegt og maður safnar kröftum fyrir æfingar og leiki. Maður vill ekki vera gera eitthvað of mikið. Maður kíkir kannski í spa-ið en það er bara mjög fínt að vera á góðum hótelum og slaka bara á.“ Arnór Sigurðsson (29 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Arnór Sig: Hvað gera landsliðsmenn til þess að stytta sér stundir? „Ég er mikið að spila lúdó svo er vinsælt að spila tíu. Ég er reyndar ekki kominn inn í það teymi. Svo er maður inni í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurunum að spjalla. Við hittumst ekki oft og því er alltaf gaman og nóg að segja frá þegar að við komum saman aftur. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliði manns. Margir af leikmönnum landsliðsins eru góðir vinir manns til langs tíma. Leikmenn sem maður hefur þekkt upp öll yngri landsliðin. Það er alltaf extra skemmtilegt að hanga á hótelinu, spila og gera nánast ekki neitt.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira