Sagður nota hvert tækifæri til að auðgast persónulega Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 13:01 George Santos er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna umfangsmikilla ósanninda hans. AP/J. Scott Applewhite Bandaríski þingmaðurinn George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna ítrekaðra og umfangsmikilla lyga hans, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Það gerði hann í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um hann. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að nefndin hafi safnað umfangsmiklum vísbendingum um að Santos hafi brotið lög og að þau gögn hefðu verið send til dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir einnig berum orðum að Santos sé ekki treystandi. Nefndin segir Santos, sem er þingmaður fyrir Repúblikanaflokkin frá New York, hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Meðal þess sem nefndin tók til skoðunar var það að Santos varði 2.281 dal í hótelgistingar í Atlantic City og í einu tilfelli varði hann 1.400 dölum á snyrtistofu þar sem útgjaldaliðurinn var merktur sem „Botox“. Nefndin segir einnig að margvísleg fjárútlát úr kosningasjóðum hans hafi verið skráð á dögum sem hann var í fríi frá kosningabaráttunni og í einu tilfelli þegar hann var í brúðkaupsferð. Þá var tekið til skoðunar hvernig dularfullt félag frá Flórída sme heitir RedStone Strategies LLC hafi verið notað til að flytja peninga sem aflað var til kosningabaráttu, í persónulega sjóði Santos. Hann notaði þessa peninga meðal annars til að greiða kredikortaskuldir og á Only Fans, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi „Santos notaði hvert tækifæri til að nýta framboð sitt til þings til að auðgast persónulega," segir í skýrslunni. Þar segir einni að hann hafi verið ósamvinnufús og neitað að svara spurningum. Þess vegna hafi reynst erfitt að sannreyna hvort fjárútlát úr kosningasjóðum hafi verið réttmæt eða ekki. Ákærður fyrir svik Santos var ákærður fyrr á árinu fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Konan sem hélt utan um bókhald Santos játaði nýverið að hafa framið fjársvik og aðra glæpi. Þá játaði aðstoðarmaður Santos einnig nýverið að hafa framið fjársvik og að hafa þóst vera innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum til að plata fólk til að gefa peninga í kosningasjóði Santos. Sjá einnig: Aðstoðarmaður lynga þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Santos sjálfur fordæmdi skýrsluna á samfélagsmiðlum í gær. Í langri færslu á X (áður Twitter) skrifaði hann að ef meðlimir siðferðisnefndarinnar hefðu vott af siðferðiskennd, hefðu þeir ekki birt skýrsluna. Þingmaðurinn kallaði skýrsluna hlutdræga og sagði meðlimi nefndarinnar hafa lagt mikið á sig til að sverta mannorð sitt. „Þetta er viðbjóðsleg pólitísk árás sem sýnir hversu lágt yfirvöld okkar hafa sokkið,“ skrifaði Santos. Hann sagði alla sem komu að skýrslunni eiga að skammast sín. Í annarri færslu sagði Santos að undanfarið ár hefði líf hans verið algjört helvíti en hann ætlaði þó ekki að hætta að berjast fyrir því sem hann trúi á. Hann sagði pólitíkina í Bandaríkjunum vera viðbjóðslega og sakaði siðferðisnefndina um að hafa gert sér mikinn óleik og haft mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í komandi réttarhöldum gegn honum. Réttindi hans hefði verið tröðkuð. My year from Hell.Running for office was never a dream or goal, but when the opportunity to do so came I felt the time to serve my country was now.Looking back today I know one thing, politics is indeed dirty, dirty from the very bottom up. Consultants, operatives, the — George Santos (@MrSantosNY) November 17, 2023 Eftir að hann var ákærður, lögðu aðrir þingmenn fram tillögu um að vísa Santos af þingi. Sú tillaga var þó ekki samþykkt þegar þingmenn greiddi atkvæði um hana. Nú hafa aðrir þingmenn þó lagt fram nýja tillögu um að víkja honum af þingi. Sú tillaga verður ekki tekin fyrir á þingi fyrr en eftir að þingmenn snúa aftur úr fríi eftir þakkargjörðarhátíðina, sem haldin er þann 23. nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að nefndin hafi safnað umfangsmiklum vísbendingum um að Santos hafi brotið lög og að þau gögn hefðu verið send til dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir einnig berum orðum að Santos sé ekki treystandi. Nefndin segir Santos, sem er þingmaður fyrir Repúblikanaflokkin frá New York, hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Meðal þess sem nefndin tók til skoðunar var það að Santos varði 2.281 dal í hótelgistingar í Atlantic City og í einu tilfelli varði hann 1.400 dölum á snyrtistofu þar sem útgjaldaliðurinn var merktur sem „Botox“. Nefndin segir einnig að margvísleg fjárútlát úr kosningasjóðum hans hafi verið skráð á dögum sem hann var í fríi frá kosningabaráttunni og í einu tilfelli þegar hann var í brúðkaupsferð. Þá var tekið til skoðunar hvernig dularfullt félag frá Flórída sme heitir RedStone Strategies LLC hafi verið notað til að flytja peninga sem aflað var til kosningabaráttu, í persónulega sjóði Santos. Hann notaði þessa peninga meðal annars til að greiða kredikortaskuldir og á Only Fans, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi „Santos notaði hvert tækifæri til að nýta framboð sitt til þings til að auðgast persónulega," segir í skýrslunni. Þar segir einni að hann hafi verið ósamvinnufús og neitað að svara spurningum. Þess vegna hafi reynst erfitt að sannreyna hvort fjárútlát úr kosningasjóðum hafi verið réttmæt eða ekki. Ákærður fyrir svik Santos var ákærður fyrr á árinu fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Konan sem hélt utan um bókhald Santos játaði nýverið að hafa framið fjársvik og aðra glæpi. Þá játaði aðstoðarmaður Santos einnig nýverið að hafa framið fjársvik og að hafa þóst vera innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum til að plata fólk til að gefa peninga í kosningasjóði Santos. Sjá einnig: Aðstoðarmaður lynga þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Santos sjálfur fordæmdi skýrsluna á samfélagsmiðlum í gær. Í langri færslu á X (áður Twitter) skrifaði hann að ef meðlimir siðferðisnefndarinnar hefðu vott af siðferðiskennd, hefðu þeir ekki birt skýrsluna. Þingmaðurinn kallaði skýrsluna hlutdræga og sagði meðlimi nefndarinnar hafa lagt mikið á sig til að sverta mannorð sitt. „Þetta er viðbjóðsleg pólitísk árás sem sýnir hversu lágt yfirvöld okkar hafa sokkið,“ skrifaði Santos. Hann sagði alla sem komu að skýrslunni eiga að skammast sín. Í annarri færslu sagði Santos að undanfarið ár hefði líf hans verið algjört helvíti en hann ætlaði þó ekki að hætta að berjast fyrir því sem hann trúi á. Hann sagði pólitíkina í Bandaríkjunum vera viðbjóðslega og sakaði siðferðisnefndina um að hafa gert sér mikinn óleik og haft mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í komandi réttarhöldum gegn honum. Réttindi hans hefði verið tröðkuð. My year from Hell.Running for office was never a dream or goal, but when the opportunity to do so came I felt the time to serve my country was now.Looking back today I know one thing, politics is indeed dirty, dirty from the very bottom up. Consultants, operatives, the — George Santos (@MrSantosNY) November 17, 2023 Eftir að hann var ákærður, lögðu aðrir þingmenn fram tillögu um að vísa Santos af þingi. Sú tillaga var þó ekki samþykkt þegar þingmenn greiddi atkvæði um hana. Nú hafa aðrir þingmenn þó lagt fram nýja tillögu um að víkja honum af þingi. Sú tillaga verður ekki tekin fyrir á þingi fyrr en eftir að þingmenn snúa aftur úr fríi eftir þakkargjörðarhátíðina, sem haldin er þann 23. nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira