Ratcliffe ætlar að fá ráð hjá Sir Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2023 07:01 Sir Jim Ratcliffe ætlar sér stóra hluti með Manchester United. Peter Byrne/Getty Images Búist er við því að Sir Jim Ratcliffe muni spyrja Sir Alex Ferguson ráða þegar kemur að því að umturna Manchester United en búist er við því að gengið verði frá kaupum Ratcliffe á 25 prósent eignarhlut í félaginu á næstu dögum. Eftir að ljóst var að Glazer-fjölskyldan hygðist ekki selja Man United, þrátt fyrir að Ratcliffe og Sheikh Jassim frá Katar hafi ítrekað hækkað boð sín í enska knattspyrnufélagið, þá ákvað Ratcliffe að fara aðra leið. Hann mun kaupa 25 prósent eignarhlut í félaginu og fær að sjá alfarið um knattspyrnuhliðina. Það virðist sem hann sé þegar byrjaður að taka til hendinni en á dögunum var tilkynnt að Richard Arnold myndi láta af störfum um árslok. Enn á eftir að ganga frá kaupum Ratcliffe á fjórðungi félagsins en það breytir því ekki að fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið eins og það sé frágengið. The Telegraph greinir frá því að hinn 71 árs gamli Ratcliffe ætli að leita til Sir Alex Ferguson og fá hjá honum ráð um hvernig sé best að setja upp „knattspyrnuhlið“ félagsins. Sir Alex þarf vart að kynna en hann stýrði Man United frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar af 13 Englandsmeistaratitla. Síðan hann setti þjálfaraúlpuna í skápinn hefur félagið ekki orðið enskur meistari. Exclusive: Sir Jim Ratcliffe expected to take guidance from Sir Alex Ferguson in radical overhaul of Man Utd which could be good news for Dougie Freedman, although there are other sporting director targets. @Matt_Law_DT and @Tom_Morgs#TelegraphFootball #MUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 16, 2023 Búast má við fleiri breytingum hjá Man United þar sem John Murtough er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eins og staðan er í dag en næsta öruggt er að Ratcliffe muni skipta honum út. Richard Arnold gone, and two to follow?Major doubts are forming over the future of two more figures at the head of Man Utd as the Sir Jim Ratcliffe revolution gathers paceMore from @DiscoMirror: https://t.co/QEAFAFXom0 pic.twitter.com/EbSw1b5i1q— Mirror Football (@MirrorFootball) November 15, 2023 Man United situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Man City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Eftir að ljóst var að Glazer-fjölskyldan hygðist ekki selja Man United, þrátt fyrir að Ratcliffe og Sheikh Jassim frá Katar hafi ítrekað hækkað boð sín í enska knattspyrnufélagið, þá ákvað Ratcliffe að fara aðra leið. Hann mun kaupa 25 prósent eignarhlut í félaginu og fær að sjá alfarið um knattspyrnuhliðina. Það virðist sem hann sé þegar byrjaður að taka til hendinni en á dögunum var tilkynnt að Richard Arnold myndi láta af störfum um árslok. Enn á eftir að ganga frá kaupum Ratcliffe á fjórðungi félagsins en það breytir því ekki að fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið eins og það sé frágengið. The Telegraph greinir frá því að hinn 71 árs gamli Ratcliffe ætli að leita til Sir Alex Ferguson og fá hjá honum ráð um hvernig sé best að setja upp „knattspyrnuhlið“ félagsins. Sir Alex þarf vart að kynna en hann stýrði Man United frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar af 13 Englandsmeistaratitla. Síðan hann setti þjálfaraúlpuna í skápinn hefur félagið ekki orðið enskur meistari. Exclusive: Sir Jim Ratcliffe expected to take guidance from Sir Alex Ferguson in radical overhaul of Man Utd which could be good news for Dougie Freedman, although there are other sporting director targets. @Matt_Law_DT and @Tom_Morgs#TelegraphFootball #MUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 16, 2023 Búast má við fleiri breytingum hjá Man United þar sem John Murtough er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eins og staðan er í dag en næsta öruggt er að Ratcliffe muni skipta honum út. Richard Arnold gone, and two to follow?Major doubts are forming over the future of two more figures at the head of Man Utd as the Sir Jim Ratcliffe revolution gathers paceMore from @DiscoMirror: https://t.co/QEAFAFXom0 pic.twitter.com/EbSw1b5i1q— Mirror Football (@MirrorFootball) November 15, 2023 Man United situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Man City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira