Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 15:03 Fannar þegar hann var færður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins. vísir/Ívar Fannar Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin. Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin.
Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Sjá meira