Þórdís Elva út í atvinnumennsku: „Hún er mjög klár leikmaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 11:00 Þórdís Elva Ágústsdóttir í leik með Val á móti Breiðabliki Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Ágústsdóttir er nýjasti atvinnufótboltamaður okkar Íslendinga en hún er á leiðinni til sænska úrvalsdeildarfélagsins Växjö DFF. Växjö sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi gert tveggja ára samning við uppöldu Haukakonuna. Þórdís Elva spilaði vel með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar en þessi 23 ára miðjumaður var þá með sex mörk og tvær stoðsendingar í 23 leikjum. Hún kom til Vals fyrir 2022 tímabilið og vann þrjá titla á tveimur árum sínum á Hlíðarenda því Valur varð Íslands- og bikarmeistari sumarið 2022. Växjö endaði í áttuna sæti af fjórtán liðum í sænsku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði í deildinni. Þórdís Elva er alin upp í Haukum en spilaði með Fylki í þrjú tímabil áður en hún færði sig yfir í Val. Dennis Popperyd, íþróttastjórinn hjá Växjö, er ánægður með komu Þórdísar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir næsta tímabil. „Við byrjum strax að styrkja liðið sem mun hjálpa við uppbyggingu liðsins. Þórdís er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en einnig á vængnum. Hún er mjög klár leikmaður sem er með góðan vinstri fót,“ sagði Popperyd. „Þórdís hefur sýnt það að hún getur bæði skorað með þrumuskoti af löngu færi en hún er líka góður sendingamaður. Hún mun koma með svolítið sem við höfum ekki í liðnu okkar í dag og mun styrkja okkur fyrir næsta tímabil,“ sagði Popperyd. „Mér líður mjög vel með þetta og ég er rosalega spennt fyrir næstu tveimur árum með Växjö DFF,“ sagði Þórdís Elva í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég fékk strax góða tilfinningu eftir fyrstu samtölin við Olof og Dennis. Ég er hrifinn af metnaði og markmiði félagsins á næstu árum,“ sagði Þórdís. View this post on Instagram A post shared by Va xjo DFF (@vaxjo_dff) Sænski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Växjö sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi gert tveggja ára samning við uppöldu Haukakonuna. Þórdís Elva spilaði vel með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar en þessi 23 ára miðjumaður var þá með sex mörk og tvær stoðsendingar í 23 leikjum. Hún kom til Vals fyrir 2022 tímabilið og vann þrjá titla á tveimur árum sínum á Hlíðarenda því Valur varð Íslands- og bikarmeistari sumarið 2022. Växjö endaði í áttuna sæti af fjórtán liðum í sænsku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði í deildinni. Þórdís Elva er alin upp í Haukum en spilaði með Fylki í þrjú tímabil áður en hún færði sig yfir í Val. Dennis Popperyd, íþróttastjórinn hjá Växjö, er ánægður með komu Þórdísar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir næsta tímabil. „Við byrjum strax að styrkja liðið sem mun hjálpa við uppbyggingu liðsins. Þórdís er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en einnig á vængnum. Hún er mjög klár leikmaður sem er með góðan vinstri fót,“ sagði Popperyd. „Þórdís hefur sýnt það að hún getur bæði skorað með þrumuskoti af löngu færi en hún er líka góður sendingamaður. Hún mun koma með svolítið sem við höfum ekki í liðnu okkar í dag og mun styrkja okkur fyrir næsta tímabil,“ sagði Popperyd. „Mér líður mjög vel með þetta og ég er rosalega spennt fyrir næstu tveimur árum með Växjö DFF,“ sagði Þórdís Elva í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég fékk strax góða tilfinningu eftir fyrstu samtölin við Olof og Dennis. Ég er hrifinn af metnaði og markmiði félagsins á næstu árum,“ sagði Þórdís. View this post on Instagram A post shared by Va xjo DFF (@vaxjo_dff)
Sænski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira