Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upphafi undirbúnings Íslands Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Arnór Ingvi Traustason átti góðan leik á miðjunni fyrir íslenska liðið. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur verið með landsliðinu í undirbúningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping. „Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
„Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý?
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira