„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 13. nóvember 2023 19:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. „Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
„Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira