Fá að sækja dýrin sem verða eftir í skammdeginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 13:13 Þessi köttur var í Grindavík í hádeginu þegar fyrsti hópurinn fékk að fara heim í sjö mínútur. Vísir/vilhelm Fulltrúar dýraverndarfélaga hafa gengið grænt ljós til að sækja þau dýr sem verða eftir í Grindavík í dag þegar fer að dimma. Þetta segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu. Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02
Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46