Líkar illa við nær alla dómara Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:30 De Zerbi alltaf hress. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion, var allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. Sagði þjálfarinn að honum væri illa við 80 prósent allra dómara á Englandi. De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20