Gestirnir komust yfir strax á 1. mínútu leiksins þökk sé marki hins 19 ára gamla Samu Omorodion. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og heimamenn í Barcelona óvænt 0-1 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Strax í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Lewandowski metin með góðum skalla eftir fyrirgjöf Jules Koundé frá hægri. Staðan orðin 1-1 og þó gestirnir hafi verið einkar sprækir þá voru það heimamenn sem komust yfir á 78. mínútu eftir að vítaspyrna hafði verið dæmd á Abdelkebir Abqa.
Lewandowski fór á punktinn og þrumaði knettinum í netið, staðan orðin 2-1 Börsungum í vil og reyndust það lokatölurnar á Nývangi í dag.
Robert Lewandowski snapped a six-game scoreless streak with a brace to lead Barcelona to a comeback win over Alaves
— ESPN FC (@ESPNFC) November 12, 2023
Back to his scoring ways pic.twitter.com/mzAu6KCnkd
Barcelona er eftir sigur dagsins með 30 stig í 3. sæti, tveimur á eftir Real Madríd og fjórum á eftir toppliði Girona. Alaves er í 14. sæti með 12 stig.