Fótbolti

Kristian Nökkvi í byrjunar­liðinu þegar Ajax varð af stigum undir lokin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristian Nökkvi í baráttunni í leiknum í dag.
Kristian Nökkvi í baráttunni í leiknum í dag. Vísir/Getty

Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu 2-2 jafntefli gegn Almere City í hollenska boltanum í dag. Almere jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax í dag og spilaði á miðjunni. Ajax hefur hafið tímabilið illa í Hollandi en aðeins náð að rétta úr kútnum með tveimur sigurleikjum í röð í deildinni. Liðin tvö voru hlið við hlið í töflunni í 12. og 13. sæti en Almere City með stigi meira.

Heimamenn í Almere City komust yfir á 67. mínútu með marki frá Jochem Ritmeester van de Kamp eftir markalausan fyrri hálfleik. Chupa Akpom jafnaði fyrir Ajax aðeins mínútu síðar. 

Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 80. mínútu var Kristian Nökkvi tekinn af velli og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Benjamin Tahirovic fyrir Ajax og kom þeim í 2-1 forystu.

Þegar allt virtist stefna í sigur Ajax fékk Almere City vítaspyrnu sem Thomas Robinet skoraði úr. Lokatölur 2-2 og grátlegt jafntefli staðreynd fyrir Ajax sem hefði getað unnið sinn þriðja sigur í röð í deildinni.

Í dönsku úrvalsdeild kvenna var Kristín Dís Árnadóttir í byrjunarliðið Bröndby sem mætti Aarhus á heimavelli. Kristín Dís lék allan leikinn í 2-1 sigri en Bröndby er með 19 stig í fjórða sæti en liðin fyrir ofan eru öll með 20 stig og spennan því mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×