Spítalinn rafmagnslaus og án matar og vatns Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 10:33 Spítalinn er eina byggingin sem hefur verið með rafmagn og á myndinni má sjá hann upplýstan og umhverfið myrkt. Vísir/EPA Al-Shifa spítalinn á Gasa er nú án rafmagns, matar og vatns. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að Ísrael verði að hætta að sprengja börn í loft upp. Í viðtali við BBC sagði Macron hann að ekkert réttlæti sprengjuárásir þeirra og að vopnahlé myndi gagnast Ísrael. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að leiðtogar annarra vestrænna landa kalli eftir vopnahlé líkt og hann. Hann sagði ekkert annað en fyrst mannúðarhlé og svo vopnahlé geta verndað þá íbúa sem ekkert hafa að gera með hryðjuverk. Hann viðurkenndi í viðtalinu að Ísrael hefði rétt til að verja sig en hvatti þau til að láta af sprengjuárásum sínum á Gasa. Hann fordæmdi á sama tíma hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael. Frakkar hafa, eins og Bretland, Bandaríkin og fleiri vestrænar þjóðir, skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Macron sagði í viðtalinu það ekki sitt hlutverk að dæma um það hvort að alþjóðleg lög hafi verið brotin síðustu vikur. Forseti Frakklands hefur hvatt Ísraela til þess að hætta að sprengja börn. Vísir/EPA Greint er frá því í frétt BBC um viðtalið að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi verið fljótur að bregðast við athugasemdum forsetans og sagt að fordæma ætti Hamas, ekki Ísrael. Ástandið á Gasa er sagt hræðilegt. Samtökin Læknar án landamæra vöruðu við hrikalegu ástandi á al-Shifa á sama tíma og loftárásir halda áfram. Samtökin segja að þau hafi ekki getað náð í neina lækna á þeirra vegum í spítalanum og að þau hafi miklar áhyggjur af sjúklingum. We're currently unable to contact any of our staff inside Al-Shifa, and we are extremely concerned about the safety of patients and the medical staff. Patients are still in the hospital, some in critical condition and unable to move.— Doctors w/o Borders (@MSF_USA) November 11, 2023 Á vef BBC er fjallað um talskilaboð frá einum lækni sem bárust fréttamanni þeirra í morgun. Þar kemur fram að spítalinn sé án rafmagns og að bráðamóttaka spítalans hafi orðið fyrir sprengjuárás. Hann segir engan komast inn og engan komast út. Þá segir hann ekkert rafmagn, engan mat eða vatn á spítalanum. Tveir sjúklingar sem voru í öndunarvélum eru látnir í kjölfarið. Annar þeirra á barnsaldri. Leiðtogi Hamas sagði jafnframt í tilkynningu fyrr í morgun að ekkert eldsneyti væri á spítalanum fyrir rafmagn og að eitt ungbarn hefði látið lífið í nótt. Barnið hafði verið í hitakassa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Macron hann að ekkert réttlæti sprengjuárásir þeirra og að vopnahlé myndi gagnast Ísrael. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að leiðtogar annarra vestrænna landa kalli eftir vopnahlé líkt og hann. Hann sagði ekkert annað en fyrst mannúðarhlé og svo vopnahlé geta verndað þá íbúa sem ekkert hafa að gera með hryðjuverk. Hann viðurkenndi í viðtalinu að Ísrael hefði rétt til að verja sig en hvatti þau til að láta af sprengjuárásum sínum á Gasa. Hann fordæmdi á sama tíma hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael. Frakkar hafa, eins og Bretland, Bandaríkin og fleiri vestrænar þjóðir, skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Macron sagði í viðtalinu það ekki sitt hlutverk að dæma um það hvort að alþjóðleg lög hafi verið brotin síðustu vikur. Forseti Frakklands hefur hvatt Ísraela til þess að hætta að sprengja börn. Vísir/EPA Greint er frá því í frétt BBC um viðtalið að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi verið fljótur að bregðast við athugasemdum forsetans og sagt að fordæma ætti Hamas, ekki Ísrael. Ástandið á Gasa er sagt hræðilegt. Samtökin Læknar án landamæra vöruðu við hrikalegu ástandi á al-Shifa á sama tíma og loftárásir halda áfram. Samtökin segja að þau hafi ekki getað náð í neina lækna á þeirra vegum í spítalanum og að þau hafi miklar áhyggjur af sjúklingum. We're currently unable to contact any of our staff inside Al-Shifa, and we are extremely concerned about the safety of patients and the medical staff. Patients are still in the hospital, some in critical condition and unable to move.— Doctors w/o Borders (@MSF_USA) November 11, 2023 Á vef BBC er fjallað um talskilaboð frá einum lækni sem bárust fréttamanni þeirra í morgun. Þar kemur fram að spítalinn sé án rafmagns og að bráðamóttaka spítalans hafi orðið fyrir sprengjuárás. Hann segir engan komast inn og engan komast út. Þá segir hann ekkert rafmagn, engan mat eða vatn á spítalanum. Tveir sjúklingar sem voru í öndunarvélum eru látnir í kjölfarið. Annar þeirra á barnsaldri. Leiðtogi Hamas sagði jafnframt í tilkynningu fyrr í morgun að ekkert eldsneyti væri á spítalanum fyrir rafmagn og að eitt ungbarn hefði látið lífið í nótt. Barnið hafði verið í hitakassa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira