Vill að hlutleysi sé forsenda ríkisstyrks fjölmiðla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 21:39 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira