Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 14:51 Hildur sakar Dag um bókfærslusjónhverfingar. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. Í dag fóru fram oddvitaumræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2024 til 2028, eftir að fjárhagsáætlunin var kynnt í ráðhúsinu í morgun. Á kynningunni töluðu fulltrúar meirihlutans um að reiknað sé með afgangi af rekstri A-hluta borgarinnar á næsta ári, ári á undan áætlun og að mikill viðsnúningur hefði orðið í rekstrinum í ár. Í umræðum vakti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs væri neikvæð sem nemur 4,8 milljörðum króna. „Hér stíga fulltrúar meirihlutans fram og tala um gríðarlegan viðsnúning í rekstri borgarinnar, eins og nær fimm milljarða króna hallarekstur sé eitthvað gamanmál. Þeir segja umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir helstu ástæðu þess að rekstrarniðurstaðan reyndist skárri en áætlun gerði ráð fyrir. Við skulum staldra aðeins við þær fullyrðingar“, sagði Hildur í ræðu sinni. Þar vísaði hún til þess að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 6,1 milljarða króna halla árið 2023, en útkomuspá gerir ráð fyrir 4,8 milljarða króna halla. Hildur rifjaði upp hvernig Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, boðaði fyrir tæpu ári, „einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni“. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á öll svið, þeim gert að draga úr launakosnaði og nýjar ráðningarreglur innleiddar svo stemma mætti stigu við starfsmannafjölgun. „En var þessu fylgt eftir? Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,3 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 3,9 milljarða. Starfsfólki fækkaði ekki á einu einasta sviði borgarinnar, heldur fjölgaði heilt yfir. Hvaðan sækir Einar þá viðsnúninginn? Hvar eru þessar sögulegu hagræðingar?“, spurði Hildur. Tekjur aukist til muna Hildur benti þá á að tekjur borgarinnar hefðu aukist umtalsvert milli ára. Skatttekjur, framlög Jöfnunarsjóðs og arðgreiðslur hefðu hækkað um nærri 21 milljarð milli ára, en hækkað um 9,1 milljarð frá áætlun. „Það er því ljóst að viðsnúningurinn er ekki fenginn með hagræðingu í rekstri. Nei, hann er fenginn beint úr vösum skattgreiðenda. Hann er fenginn úr auknu útsvari og úr nýjum framlögum ríkisins vegna málaflokks fatlaðs fólk. En hann er líka fenginn með auknum arðgreiðslum úr Orkuveitu og Faxaflóahöfnum, arðgreiðslum sem aukast um tæpan einn og hálfan milljarð frá áætlun. Borgarstjóri gerði auknar arðgreiðslukröfur á þessi mikilvægu innviðafyrirtæki til að plástra eigin hallarekstur. Hann virðist kæra sig kollóttan um þær mikilvægu innviðafjárfestingar sem framundan eru hjá fyrirtækjunum – og hirðir enn síður um þá mótsögn að fara fram á arðgreiðslur umfram áætlanir, hjá Orkuveitu með versnandi afkomu. Ef það er eitt sem einkennir borgarstjóra þá er það þetta: Ef hann finnur tekjutusku þá vindur hann hana.“, sagði Hildur. Sjónhverfingar frekar en hagræðingar Hildur sagði vanda borgarinnar ekki tekjuvanda enda hafi tekjur borgarinnar aukist stöðugt undanliðinn áratug. Vandinn væri mun fremur útgjaldavandi, enda hafi starfsmannafjöldi og rekstrarkostnaður aukist langt umfram lýðfræðilega þróun síðasta áratug. „Að halda því fram að hér hafi átt sér stað einhver viðsnúningur, hvað þá hagræðingar, er í besta falli heimskulegt, í versta falli óheiðarlegt. Maður hreinlega spyr sig hvort þeir félagar, Einar og Dagur, hafi lært bókfærslu í Hogwartz galdraskólanum? Því hér er mun fremur um sjónhverfingar, en hagræðingar, að ræða,“ sagði Hildur að lokum. Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í dag fóru fram oddvitaumræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2024 til 2028, eftir að fjárhagsáætlunin var kynnt í ráðhúsinu í morgun. Á kynningunni töluðu fulltrúar meirihlutans um að reiknað sé með afgangi af rekstri A-hluta borgarinnar á næsta ári, ári á undan áætlun og að mikill viðsnúningur hefði orðið í rekstrinum í ár. Í umræðum vakti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs væri neikvæð sem nemur 4,8 milljörðum króna. „Hér stíga fulltrúar meirihlutans fram og tala um gríðarlegan viðsnúning í rekstri borgarinnar, eins og nær fimm milljarða króna hallarekstur sé eitthvað gamanmál. Þeir segja umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir helstu ástæðu þess að rekstrarniðurstaðan reyndist skárri en áætlun gerði ráð fyrir. Við skulum staldra aðeins við þær fullyrðingar“, sagði Hildur í ræðu sinni. Þar vísaði hún til þess að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 6,1 milljarða króna halla árið 2023, en útkomuspá gerir ráð fyrir 4,8 milljarða króna halla. Hildur rifjaði upp hvernig Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, boðaði fyrir tæpu ári, „einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni“. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á öll svið, þeim gert að draga úr launakosnaði og nýjar ráðningarreglur innleiddar svo stemma mætti stigu við starfsmannafjölgun. „En var þessu fylgt eftir? Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,3 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 3,9 milljarða. Starfsfólki fækkaði ekki á einu einasta sviði borgarinnar, heldur fjölgaði heilt yfir. Hvaðan sækir Einar þá viðsnúninginn? Hvar eru þessar sögulegu hagræðingar?“, spurði Hildur. Tekjur aukist til muna Hildur benti þá á að tekjur borgarinnar hefðu aukist umtalsvert milli ára. Skatttekjur, framlög Jöfnunarsjóðs og arðgreiðslur hefðu hækkað um nærri 21 milljarð milli ára, en hækkað um 9,1 milljarð frá áætlun. „Það er því ljóst að viðsnúningurinn er ekki fenginn með hagræðingu í rekstri. Nei, hann er fenginn beint úr vösum skattgreiðenda. Hann er fenginn úr auknu útsvari og úr nýjum framlögum ríkisins vegna málaflokks fatlaðs fólk. En hann er líka fenginn með auknum arðgreiðslum úr Orkuveitu og Faxaflóahöfnum, arðgreiðslum sem aukast um tæpan einn og hálfan milljarð frá áætlun. Borgarstjóri gerði auknar arðgreiðslukröfur á þessi mikilvægu innviðafyrirtæki til að plástra eigin hallarekstur. Hann virðist kæra sig kollóttan um þær mikilvægu innviðafjárfestingar sem framundan eru hjá fyrirtækjunum – og hirðir enn síður um þá mótsögn að fara fram á arðgreiðslur umfram áætlanir, hjá Orkuveitu með versnandi afkomu. Ef það er eitt sem einkennir borgarstjóra þá er það þetta: Ef hann finnur tekjutusku þá vindur hann hana.“, sagði Hildur. Sjónhverfingar frekar en hagræðingar Hildur sagði vanda borgarinnar ekki tekjuvanda enda hafi tekjur borgarinnar aukist stöðugt undanliðinn áratug. Vandinn væri mun fremur útgjaldavandi, enda hafi starfsmannafjöldi og rekstrarkostnaður aukist langt umfram lýðfræðilega þróun síðasta áratug. „Að halda því fram að hér hafi átt sér stað einhver viðsnúningur, hvað þá hagræðingar, er í besta falli heimskulegt, í versta falli óheiðarlegt. Maður hreinlega spyr sig hvort þeir félagar, Einar og Dagur, hafi lært bókfærslu í Hogwartz galdraskólanum? Því hér er mun fremur um sjónhverfingar, en hagræðingar, að ræða,“ sagði Hildur að lokum.
Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira