Engan bilbug að finna á Hákoni: „Fáum annan séns til þess að klára þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2023 11:00 Hákon Rafn hefur verið með betri leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og einn af bestu, ef ekki besti markvörður, sænsku úrvalsdeildarinnar. Twitter@IFElfsborg1904 Íslendingalið Elfsborg, með Íslendinginn Hákon Rafn Valdimarsson í markinu, náði ekki að tryggja sér sænska meistaratitilinn í fótbolta um nýliðna helgi en liðið mun leika hreinan úrslitaleik gegn Malmö um komandi helgi. „Þetta var áhugaverð staða sem við vorum í,“ segir Hákon Rafn, einn af þremur íslenskum leikmönnum Elfsborg í samtali við Vísi. „Leikur Malmö var á undan okkar leik og auðvitað var maður alltaf með hann í hausnum því með tapi þeirra gátum við orðið sænskir meistarar með sigri gegn Degerfors.“ Svo fór að Malmö tapaði sínum leik á móti Hacken og með því gat Elfsborg tryggt sér sænska meistaratitilinn með sigri gegn Degerfors á heimavelli. „Ég held nú að flest allir í liðinu hafi verið meðvitaðir um þá stöðun en við vorum samt sem áður ekkert að ræða það fyrir okkar leik seinna um daginn. Eina sem við töluðum um var að við þyrftum að vinna okkar leik, sama hvað. Við vorum ekkert að pæla í leik Malmö þrátt fyrir að maður áttaði sig alveg á stöðunni bara út frá stemningunni á vellinum og látunum í áhorfendum. Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki á endanum náð í þennan sigur gegn Degerfors. Að hafa ekki náð að klára dæmið á okkar heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það var fullur völlur, geggjuð stemning en við fáum annan séns til þess að klára þetta á sunnudaginn.“ Leið vel í sérstökum kringumstæðum Og á Hákon Rafn þar við úrslitaleikinn gegn Malmö á sunnudaginn kemur í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Sigur eða jafntefli í leiknum tryggir Elfsborg fyrsta sænska meistaratitilinn í rúm ellefu ár. Malmö verður sænskur meistari með sigri. Haldandi inn í leikinn mikilvæga gegn Degerfors um nýliðna helgi leið Hákoni Rafni ekkert sérkennilega samanborið við aðra leiki sem hann hefur haldið í með liði Elfsborg. „Mér leið sjálfum mjög vel. Ég var mjög gíraður í leikinn, spenntur. Vitandi það að geta komið frá leiknum sem sænskur meistari. Auðvitað gæti alveg hafa verið smá stress ríkjandi í einhverjum af samherjum mínum, vitandi stöðuna, en ég skynjaði það bara að liðið væri mjög vel stemmt fyrir leik. Þetta bara gekk ekki upp í þetta skipti. Við spiluðum ágætlega í leiknum, sér í lagi í seinni hálfleik. En það er ekkert gefið í þessum bolta. Degerfors er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og voru tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta var hörkuleikur.“ Gengi þvert á spár sérfræðinga Árangur Elfsborg á yfirstandandi tímabili hefur verið þvert á spár sérfræðinga. „Það voru ekki margir að búast við því fyrir tímabilið að við gætum verið í baráttunni um titilinn. Krafan innan félagsins er hins vegar sú að ná Evrópusæti. Fyrir tímabilið var okkur í allflestum spám spáð í kringum 6. sæti deildarinnar. Tilfinningin hjá okkur leikmönnum sem og þjálfarateyminu fyrir tímabilið var hins vegar mjög góð. Undirbúningstímabilið spilaðist vel fyrir okkur og síðasta tímabil endaði hafði einnig endað mjög vel. Ég held að það hafi ekki margir búist við því að við yrðum í baráttunni um titilinn á þessum tímapunkti, fyrir lokaumferðina.“ Hákon Rafn í leik með ElfsborgElfsborg En hvað gerir það að verkum í spilamennsku Elfsborg að liðið er einu skrefi frá sænska meistaratitlinum? „Liðið tók miklum breytingum í félagsskiptaglugganum á miðju síðasta tímabili. Deildin hér í Svíþjóð er eins og heima á Íslandi, í gangi yfir sumartímann og á ákveðnum tímapunkti er félagsskiptaglugginn opinn á miðju tímabili. Við misstum á þeim tímapunkti góða leikmenn frá okkur en fengum einnig góða leikmenn inn. Eftir þann sumarglugga höfum við náð að spila nánast bara á sama liðinu. Það er því komin töluverð reynsla innan okkar leikmannahóps á því hvernig fótbolta við viljum spila. Mér finnst allt bara hafa smollið hjá okkur í sumar.“ Finnur fyrir miklu trausti Hákon Rafn hefur verið með bestu leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er hógvær aðspurður um sína frammistöðu á tímabilinu. „Ég hef í raun bara spilað eins. Við verjumst mjög vel sem lið, það hjálpar mér rosalega mikið. Ég kom hingað fyrir tveimur árum, var þá mikið á bekknum allt þar til um mitt síðasta tímabil. Ég hef bara verið að æfa mjög vel, bætt mig mjög mikið að mínu mati með hverjum einasta leik á þessu tímabili. Ég hef gert mistök en lært af þeim og líður ótrúlega vel í markinu hérna. Þá spilar það stórt hlutverk að finna fyrir trausti frá þjálfurum liðsins. „Þeir treysta mér mjög mikið, allir í kringum félagið. Hvort sem um ræðir þjálfarateymið eða stjórnina. Þeim líður vel með mig í markinu og þá líður mér vel með að spila fyrir þá.“ Seinni hlutinn af viðtali Vísis við Hákon Rafn birtist síðar í vikunni hér á Vísi. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira
„Þetta var áhugaverð staða sem við vorum í,“ segir Hákon Rafn, einn af þremur íslenskum leikmönnum Elfsborg í samtali við Vísi. „Leikur Malmö var á undan okkar leik og auðvitað var maður alltaf með hann í hausnum því með tapi þeirra gátum við orðið sænskir meistarar með sigri gegn Degerfors.“ Svo fór að Malmö tapaði sínum leik á móti Hacken og með því gat Elfsborg tryggt sér sænska meistaratitilinn með sigri gegn Degerfors á heimavelli. „Ég held nú að flest allir í liðinu hafi verið meðvitaðir um þá stöðun en við vorum samt sem áður ekkert að ræða það fyrir okkar leik seinna um daginn. Eina sem við töluðum um var að við þyrftum að vinna okkar leik, sama hvað. Við vorum ekkert að pæla í leik Malmö þrátt fyrir að maður áttaði sig alveg á stöðunni bara út frá stemningunni á vellinum og látunum í áhorfendum. Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki á endanum náð í þennan sigur gegn Degerfors. Að hafa ekki náð að klára dæmið á okkar heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það var fullur völlur, geggjuð stemning en við fáum annan séns til þess að klára þetta á sunnudaginn.“ Leið vel í sérstökum kringumstæðum Og á Hákon Rafn þar við úrslitaleikinn gegn Malmö á sunnudaginn kemur í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Sigur eða jafntefli í leiknum tryggir Elfsborg fyrsta sænska meistaratitilinn í rúm ellefu ár. Malmö verður sænskur meistari með sigri. Haldandi inn í leikinn mikilvæga gegn Degerfors um nýliðna helgi leið Hákoni Rafni ekkert sérkennilega samanborið við aðra leiki sem hann hefur haldið í með liði Elfsborg. „Mér leið sjálfum mjög vel. Ég var mjög gíraður í leikinn, spenntur. Vitandi það að geta komið frá leiknum sem sænskur meistari. Auðvitað gæti alveg hafa verið smá stress ríkjandi í einhverjum af samherjum mínum, vitandi stöðuna, en ég skynjaði það bara að liðið væri mjög vel stemmt fyrir leik. Þetta bara gekk ekki upp í þetta skipti. Við spiluðum ágætlega í leiknum, sér í lagi í seinni hálfleik. En það er ekkert gefið í þessum bolta. Degerfors er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og voru tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta var hörkuleikur.“ Gengi þvert á spár sérfræðinga Árangur Elfsborg á yfirstandandi tímabili hefur verið þvert á spár sérfræðinga. „Það voru ekki margir að búast við því fyrir tímabilið að við gætum verið í baráttunni um titilinn. Krafan innan félagsins er hins vegar sú að ná Evrópusæti. Fyrir tímabilið var okkur í allflestum spám spáð í kringum 6. sæti deildarinnar. Tilfinningin hjá okkur leikmönnum sem og þjálfarateyminu fyrir tímabilið var hins vegar mjög góð. Undirbúningstímabilið spilaðist vel fyrir okkur og síðasta tímabil endaði hafði einnig endað mjög vel. Ég held að það hafi ekki margir búist við því að við yrðum í baráttunni um titilinn á þessum tímapunkti, fyrir lokaumferðina.“ Hákon Rafn í leik með ElfsborgElfsborg En hvað gerir það að verkum í spilamennsku Elfsborg að liðið er einu skrefi frá sænska meistaratitlinum? „Liðið tók miklum breytingum í félagsskiptaglugganum á miðju síðasta tímabili. Deildin hér í Svíþjóð er eins og heima á Íslandi, í gangi yfir sumartímann og á ákveðnum tímapunkti er félagsskiptaglugginn opinn á miðju tímabili. Við misstum á þeim tímapunkti góða leikmenn frá okkur en fengum einnig góða leikmenn inn. Eftir þann sumarglugga höfum við náð að spila nánast bara á sama liðinu. Það er því komin töluverð reynsla innan okkar leikmannahóps á því hvernig fótbolta við viljum spila. Mér finnst allt bara hafa smollið hjá okkur í sumar.“ Finnur fyrir miklu trausti Hákon Rafn hefur verið með bestu leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er hógvær aðspurður um sína frammistöðu á tímabilinu. „Ég hef í raun bara spilað eins. Við verjumst mjög vel sem lið, það hjálpar mér rosalega mikið. Ég kom hingað fyrir tveimur árum, var þá mikið á bekknum allt þar til um mitt síðasta tímabil. Ég hef bara verið að æfa mjög vel, bætt mig mjög mikið að mínu mati með hverjum einasta leik á þessu tímabili. Ég hef gert mistök en lært af þeim og líður ótrúlega vel í markinu hérna. Þá spilar það stórt hlutverk að finna fyrir trausti frá þjálfurum liðsins. „Þeir treysta mér mjög mikið, allir í kringum félagið. Hvort sem um ræðir þjálfarateymið eða stjórnina. Þeim líður vel með mig í markinu og þá líður mér vel með að spila fyrir þá.“ Seinni hlutinn af viðtali Vísis við Hákon Rafn birtist síðar í vikunni hér á Vísi.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira