Forest hafði betur gegn Villa

Dagur Lárusson skrifar
Leikmenn Nottingham Forest fagna.
Leikmenn Nottingham Forest fagna. Vísir/getty

Fyrir leikinn var Forest í sautjánda sæti deildarinnar með tíu stig á meðan Aston Villa var í fimmta sætinu með 22 stig.

Leikmenn Nottingham Forest byrjuðu leikinn af miklum krafti og pressuðu Aston Villa hátt upp á vellinum og það var ljóst strax í upphafi leiks að leikmenn Aston Villa áttu í erfiðleikum með að spila í gegnum pressuna.

Aston Villa var einnig að spila mjög hátt uppi með varnarlínu sína og náði Forest oft á tíðum að komast inn fyrir með góðum sendingum. Það gerðist á 5. mínútu leiksins þar sem Anthony Elanga fékk boltann inn fyrir vörn Villa vinstra megin áður en hann gaf boltann út fyrir á Ola Aina sem átti hnitmiðað skot meðfram jörðinni sem endaði í netinu. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún í hálfleik.

Það var síðan aðeins eitt annað mark sem leit dagsins ljós í leiknum og var það Forest sem skoraði það. Orel Mangala átti skot rétt fyrir utan teig á 47. mínútu sem Emiliano Martinez varði í netið. Staðan orðin 2-0 og það reyndust lokatölur.

Eftir leikinn er Villa enn í fimmta sætinu 22 stig á meðan Forest er komið í tólfta sætið með þrettán stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira