Niðurlægjandi og meiðandi verknaður ekki bara líkamsárás heldur nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 15:22 Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi mannsins væri ekki einungis líkamsárás heldur líka kynferðisbrot. Vísir/Hanna Maður sem hafði verið dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stinga fingri sínum í endaþarm annars manns hlaut þyngri dóm Í Landsrétti. Ástæðan er sú að Landsréttur telur brot mannsins ekki bara vera líkamsárás, heldur líka nauðgun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í mars árið 2020. Í dómi héraðsdóms er atburðarás málsins reifuð. Mennirnir hafi verið saman á veitingastað, og síðan fært sig yfir á heimili sakborningsins, nánar tiltekið í herbergi eða bílskúr. Brotaþoli heldur því fram að þar hafi maðurinn haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þar af leiðandi hafi hann ætlað að forða sér, en maðurinn veitt sér eftirför og skotið að honum flugeldum. Maðurinn var síðan ákærður og dæmdur fyrir að elta manninn, ýta honum til jarðar, halda honum niðri og setja fingur í endaþarm hans. Í dómi Landsréttar segir að vafalaust sé að háttsemin sem málið varðar hafi verið niðurlægjandi og meiðandi. „Ekki er skilyrði svo [verknaðurinn] geti talist nauðgun […] að hvatir ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Nægjanlegt er að um hafi verið að ræða athafnir sem almennt séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju,“ segir í dómnum. Þá segir að slá megi því föstu að háttsemi mannsins fallist undir umrædda lýsingu. Maðurinn hlýtur átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, en í héraði var refsingin þrír skilorðsbundnir mánuðir. Jafnframt þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljónir í miskabætur, 1,8 milljónir í áfrýjunarkostnað, og 2,2 milljónir í sakarkostnað í héraði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í mars árið 2020. Í dómi héraðsdóms er atburðarás málsins reifuð. Mennirnir hafi verið saman á veitingastað, og síðan fært sig yfir á heimili sakborningsins, nánar tiltekið í herbergi eða bílskúr. Brotaþoli heldur því fram að þar hafi maðurinn haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þar af leiðandi hafi hann ætlað að forða sér, en maðurinn veitt sér eftirför og skotið að honum flugeldum. Maðurinn var síðan ákærður og dæmdur fyrir að elta manninn, ýta honum til jarðar, halda honum niðri og setja fingur í endaþarm hans. Í dómi Landsréttar segir að vafalaust sé að háttsemin sem málið varðar hafi verið niðurlægjandi og meiðandi. „Ekki er skilyrði svo [verknaðurinn] geti talist nauðgun […] að hvatir ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Nægjanlegt er að um hafi verið að ræða athafnir sem almennt séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju,“ segir í dómnum. Þá segir að slá megi því föstu að háttsemi mannsins fallist undir umrædda lýsingu. Maðurinn hlýtur átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, en í héraði var refsingin þrír skilorðsbundnir mánuðir. Jafnframt þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljónir í miskabætur, 1,8 milljónir í áfrýjunarkostnað, og 2,2 milljónir í sakarkostnað í héraði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira