Fótbolti

Diljá skoraði tvö í sigri gegn Anderlecht

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Diljá Ýr Zomers, leikmaður Leuven í Belgíu.
Diljá Ýr Zomers, leikmaður Leuven í Belgíu.

Diljá Ýr Zomers, leikmaður OH Leuven, hélt áfram að bæta við markareikning sinn í Belgíu þegar hún skoraði tvö mörk í 3-1 sigri liðsins gegn Anderlecht. 

Fyrsta markið kom strax á 14. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Marie Detruyer, Diljá lúrði þar á fjærstönginni og kom boltanum örugglega yfir línuna. Seinna markið kom svo í upphafi seinni hálfleiks eftir háa sendingu inn fyrir vörn Anderlecht, Diljá varð fyrst í kapphlaupinu um boltann, gerði vel að halda varnarmanninum frá sér og skaut skoppandi bolta framhjá markverðinum. 

Anderlecht minnkuðu muninn skömmu síðar en Nikee Van Dijk skoraði þriðja mark Leuven og sigldi sigrinum heim á 66. mínútu. 

Leuven er enn ósigrað og hefur átta stiga forskot í efsta sæti deildarinnar, með 22 stig eftir átta leiki. Diljá er markahæst í deildinni með átta mörk en hún hefur aðeins tekið þátt í fimm leikjum á tímabilinu. 


Tengdar fréttir

Diljá Zomers orðin markahæst í Belgíu

Diljá Ýr Zomers, íslensk landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður OH Leuven í Belgíu er orðin markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar þar í landi eftir að hafa skorað tvö mörk í 8-1 sigri liðsins gegn Charleroi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×