Fótbolti

Lille bannaði að­dá­endum að ferðast af öryggis­á­stæðum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stuðningsmenn Lille munu ekki gera sér ferð til Marseille fyrir leik kvöldsins.
Stuðningsmenn Lille munu ekki gera sér ferð til Marseille fyrir leik kvöldsins.

Franska knattspyrnufélagið Lille, sem Hákon Arnar Haraldsson leikur fyrir, hefur bannað aðdáendum sínum að ferðast á útileik liðsins gegn Marseille í dag af öryggisástæðum eftir árásir á rútur Lyon þegar liðið mætti Marseille síðustu helgi. 

Leikur Marseille og Lyon átti að fara fram síðastliðinn sunnudag en var frestað eftir að stuðningsmenn heimaliðsins réðust að liðsrútu Lyon og slösuðu Fabio Grosso, þjálfara liðsins. Stuðningsmenn Marseille réðust einnig að rútum sem ferjuðu stuðningsmenn Lyon á völlinn.

Lille hefur í kjölfarið ákveðið að ráðleggja stuðningsmönnum sínum að halda sig heima. Í yfirlýsingu félagsins segir „Ef að stjórnvöld geta ekki tryggt öryggi þeirra 250 Lille stuðningsmanna sem ætluðu sér að ferðast á völlinn til Marseille verðum við hjá Lille að grípa til þessara ráðstafana til að vernda aðdáendur okkur.“

Amelie Oudea-Castera, íþróttaráðherra Frakklands, sagði að sjö manns hafi verið handteknir eftir óeirðirnar á sunnudag. Marseille sagðist fordæma alla slíka hegðun. 

Leikr Marseille og Lyon hefur verið færður til 6. desember, en ekki hefur komið fram hvar leikurinn mun eiga sér stað. Leikur Marseille og Lille hefst kl. 20:00 í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×