Innlent

Verslunar­stjóri dæmdur fyrir fjár­drátt

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn sótti ekki þing við þingfestingu og hafði ekki boðað forföll.
Maðurinn sótti ekki þing við þingfestingu og hafði ekki boðað forföll. Vísir/Vilhelm

Fyrrverandi verslunarstjóri verslunar Krónunnar í Nóatúni hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa dregið sér samtal tæpa milljón króna frá versluninni.

Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi í fjögur skipti á rúmlega viku tímabili í lok árs 2019 og ársbyrjun 2020 dregið sér samtals 964 þúsund krónur frá versluninni með því að taka reiðuféð úr peningaskáp sem staðsettur var í sjóðsherbergi verslunarinnar.

Maðurinn sótti ekki þing við þingfestingu og hafði ekki boðað forföll. Með vísan til þess og til rannsóknargagna málsins taldi dómari að háttsemi mannsins væri sönnuð.

Dómari í málinu mat hæfilega refsingu þrjátíu daga fangelsi en að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×