Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um skotárásina sem gerð var í Úlfarsárdal í fyrrinótt.

Sjö eru nú í haldi lögreglu grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni og nú er komið í ljós að tveir særðust í henni, annar fékk þó aðeins skrámu.

Einnig fjöllum við áfram um ástandið á Reykjanesskaganum þar sem jörð skelfur enn og í nótt og í morgun komu stórir skjálftar sem fundust víða um land. 

Að auki verður lúsafárið í Tálknafirði til umfjöllunar og heyrum við í flutningsmanni nýrrar þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að laxeldi í opnum kvíum á sjó verði bannað við strendur landsins. 

Í íþróttunum heyrum við í körfuboltamanni í Grindavík sem stóð í ströngu í gær og svaf síðan af sér skjálftana í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×