„Allt starfsfólk meðvitað um þennan harmleik“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 19:31 Ummerki eftir hinn særða á vettvangi í dag. Engin hreinsun hafði farið fram á svæðinu og enn mátti sjá blóðslóð í inngangi hússins og á stéttum sem börn voru að virða fyrir sér. Vísir/Arnar Mikill viðbúnaður hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna leitar að manni sem er grunaður um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Líðan hins særða er sögð góð eftir atvikum en hann er ekki í lífshættu. Í árásinni var einnig skotið á nærliggjandi hús og bíl. Lögreglan telur atlöguna tengjast útistöðum tveggja hópa. Íbúar fjölbýlishúss við Silfrutjörn í Úlfarsárdal sem fréttastofa hitti í dag vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Sumir segjast hafa heyrt þrjú skot aðrir fjögur. Árásarmaður sem virðist hafa staðið fyrir utan húsið, skaut af byssu og hæfði einn og særði. Þegar fréttastofa kom á vettvang í dag mátti enn sjá blóðslóð eftir þann sem særðist í inngangi hússins og á stéttum fyrir framan ásamt öðrum ummerkjum eins og bréfþurrku sem hinn særði virðist hafa þurrkað sér í. Árásarmaðurinn komst undan en skaut áður á nærliggjandi hús og á kyrrstæðan bíl við fjölbýlishúsið samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Húsnæðið sem hann skaut á er í þó nokkurri fjarlægð frá þeim stað sem árásin átti sér stað en kúlan fór í gegnum rúðu og stöðvaðist í vegg þar sem börn sváfu fyrir innan. Byssukúlan fór í gegnum gler og stöðvaðist ekki fyrr en í vegg fyrir innan. Vísir/Berghildur Sérsveit lögreglu ásamt öðru lögregluliði voru svo komin á staðinn laust eftir klukkan fimm og var lengi að frameftir. Starfsfólk meðvitað og hlúi að börnunum Þó nokkrum börnum sem fréttastofa hitti í dag var verulega brugðið því þau heyrðu skothvellina í nótt og sáu til árásarmannsins. Skólayfirvöld í Dalskóla sendu öllum foreldrum bréf í dag vegna atburðarins þar sem fram kemur að starfsmenn séu meðvitaðir um þennan harmleik og veiti börnunum hlustun. Kæru foreldrar/forráðafólk Þið hafið væntanlega orðið vör við umfjöllun í fjölmiðlum um skotárás hér í hverfinu undir morgun. Sum barnanna urðu vör við skothvelli í nótt og lögregluaðgerðir á vettvangi og hafa þau rætt atburðinn sín á milli. Allt starfsfólk skólans er meðvitað um þennan harmleik og hlúir að börnunum og veitir þeim hlustun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er árásin ekki talin beinast að almenningi heldur er talið að um sé að ræða útistöður á milli tveggja hópa. Við leituðum eftir ráðleggingum frá Rauða krossinum um viðbrögð í þessum aðstæðum. Eftirfarandi eru ráðleggingar Rauða krossins sem væri gott að þið hefðuð í huga: Eðlilegt er að svona atburður veki ótta og umtal. Viðbrögð barna eru mismunandi eftir aldri og upplagi. Þau heyra það sem sagt er og fjallað um og draga ályktanir sínar byggðar á því og þroska sínum. Það er því mikilvægt að fullorðið fólk hafi aðgát í nærveru barna og ræði við börn sín út frá staðreyndum en ekki óstaðfestum fréttum. Heiðarleiki skiptir miklu máli í umræðum milli fullorðinna og barna um atburðinn. Besta leiðin er sú að spyrja þau um hvað þau viti og hvort þau vilji vita eitthvað sérstakt og láta svo spurningar þeirra leiða umræðuna. Mikilvægt að setja orð á þær tilfinningar sem koma upp og útskýra að það sé eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar. Gott er að nýta tækifærið, sé vilji hjá barninu til þess, að tala um það sem því liggur á hjarta. Lögreglan leitar árásarmannsins á höfuðborgarsvæðinu og mátti sjá nokkuð umfangsmiklar lögregluaðgerðir í miðbænum og í Úlfarsárdal í dag. Þá voru fyrirtæki og íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti beðin um að athuga með myndefni úr öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu frá miðnætti og til sjö í morgun og koma því til lögreglu. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Íbúar fjölbýlishúss við Silfrutjörn í Úlfarsárdal sem fréttastofa hitti í dag vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Sumir segjast hafa heyrt þrjú skot aðrir fjögur. Árásarmaður sem virðist hafa staðið fyrir utan húsið, skaut af byssu og hæfði einn og særði. Þegar fréttastofa kom á vettvang í dag mátti enn sjá blóðslóð eftir þann sem særðist í inngangi hússins og á stéttum fyrir framan ásamt öðrum ummerkjum eins og bréfþurrku sem hinn særði virðist hafa þurrkað sér í. Árásarmaðurinn komst undan en skaut áður á nærliggjandi hús og á kyrrstæðan bíl við fjölbýlishúsið samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Húsnæðið sem hann skaut á er í þó nokkurri fjarlægð frá þeim stað sem árásin átti sér stað en kúlan fór í gegnum rúðu og stöðvaðist í vegg þar sem börn sváfu fyrir innan. Byssukúlan fór í gegnum gler og stöðvaðist ekki fyrr en í vegg fyrir innan. Vísir/Berghildur Sérsveit lögreglu ásamt öðru lögregluliði voru svo komin á staðinn laust eftir klukkan fimm og var lengi að frameftir. Starfsfólk meðvitað og hlúi að börnunum Þó nokkrum börnum sem fréttastofa hitti í dag var verulega brugðið því þau heyrðu skothvellina í nótt og sáu til árásarmannsins. Skólayfirvöld í Dalskóla sendu öllum foreldrum bréf í dag vegna atburðarins þar sem fram kemur að starfsmenn séu meðvitaðir um þennan harmleik og veiti börnunum hlustun. Kæru foreldrar/forráðafólk Þið hafið væntanlega orðið vör við umfjöllun í fjölmiðlum um skotárás hér í hverfinu undir morgun. Sum barnanna urðu vör við skothvelli í nótt og lögregluaðgerðir á vettvangi og hafa þau rætt atburðinn sín á milli. Allt starfsfólk skólans er meðvitað um þennan harmleik og hlúir að börnunum og veitir þeim hlustun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er árásin ekki talin beinast að almenningi heldur er talið að um sé að ræða útistöður á milli tveggja hópa. Við leituðum eftir ráðleggingum frá Rauða krossinum um viðbrögð í þessum aðstæðum. Eftirfarandi eru ráðleggingar Rauða krossins sem væri gott að þið hefðuð í huga: Eðlilegt er að svona atburður veki ótta og umtal. Viðbrögð barna eru mismunandi eftir aldri og upplagi. Þau heyra það sem sagt er og fjallað um og draga ályktanir sínar byggðar á því og þroska sínum. Það er því mikilvægt að fullorðið fólk hafi aðgát í nærveru barna og ræði við börn sín út frá staðreyndum en ekki óstaðfestum fréttum. Heiðarleiki skiptir miklu máli í umræðum milli fullorðinna og barna um atburðinn. Besta leiðin er sú að spyrja þau um hvað þau viti og hvort þau vilji vita eitthvað sérstakt og láta svo spurningar þeirra leiða umræðuna. Mikilvægt að setja orð á þær tilfinningar sem koma upp og útskýra að það sé eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar. Gott er að nýta tækifærið, sé vilji hjá barninu til þess, að tala um það sem því liggur á hjarta. Lögreglan leitar árásarmannsins á höfuðborgarsvæðinu og mátti sjá nokkuð umfangsmiklar lögregluaðgerðir í miðbænum og í Úlfarsárdal í dag. Þá voru fyrirtæki og íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti beðin um að athuga með myndefni úr öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu frá miðnætti og til sjö í morgun og koma því til lögreglu.
Kæru foreldrar/forráðafólk Þið hafið væntanlega orðið vör við umfjöllun í fjölmiðlum um skotárás hér í hverfinu undir morgun. Sum barnanna urðu vör við skothvelli í nótt og lögregluaðgerðir á vettvangi og hafa þau rætt atburðinn sín á milli. Allt starfsfólk skólans er meðvitað um þennan harmleik og hlúir að börnunum og veitir þeim hlustun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er árásin ekki talin beinast að almenningi heldur er talið að um sé að ræða útistöður á milli tveggja hópa. Við leituðum eftir ráðleggingum frá Rauða krossinum um viðbrögð í þessum aðstæðum. Eftirfarandi eru ráðleggingar Rauða krossins sem væri gott að þið hefðuð í huga: Eðlilegt er að svona atburður veki ótta og umtal. Viðbrögð barna eru mismunandi eftir aldri og upplagi. Þau heyra það sem sagt er og fjallað um og draga ályktanir sínar byggðar á því og þroska sínum. Það er því mikilvægt að fullorðið fólk hafi aðgát í nærveru barna og ræði við börn sín út frá staðreyndum en ekki óstaðfestum fréttum. Heiðarleiki skiptir miklu máli í umræðum milli fullorðinna og barna um atburðinn. Besta leiðin er sú að spyrja þau um hvað þau viti og hvort þau vilji vita eitthvað sérstakt og láta svo spurningar þeirra leiða umræðuna. Mikilvægt að setja orð á þær tilfinningar sem koma upp og útskýra að það sé eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar. Gott er að nýta tækifærið, sé vilji hjá barninu til þess, að tala um það sem því liggur á hjarta.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira