Innlent

Stað­fest að kvika sé á fjögurra til fimm kíló­metra dýpi

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Staðfest er að kvikuinnskot er að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn.
Staðfest er að kvikuinnskot er að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Vísir/Vilhelm

Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að jarðskjálftavirkni hafi verið nokkuð stöðug, en í gær mældust um 800 jarðskjálftar á svæðinu í kringum Þorbjörn. Sá stærsti var 3,7 að stærð klukkan 00:56. Frá miðnætti í dag hafa um 400 jarðskjálftar mælst á svæðinu, sá stærsti 2,8 að stærð rétt fyrir klukkan tíu í morgun.

Yfirfarnir jarðskjálftar frá miðnætti 1. nóvember til hádegis 2. nóvember.Veðurstofan

„Minnt er á að gera má ráð fyrir að jarðskjálftavirkni haldi áfram norðvestan við Þorbjörn og skjálftar yfir 4 að stærð gætu fundist í byggð. Einnig má gera ráð fyrir gikkskjálftavirkni á næstu dögum vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu. Grjóthrun getur orðið í kjölfar öflugra skjálfta, því skal fara með varúð við brattar hlíðar,“ segir í tilkynningunni.

Íbúafundur er fyrirhugaður í Grindavík klukkan fimm í dag með helstu sérfræðingum. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Jarðskjálftavirkni heldur áfram

Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Þorbjörn og Svartsengi á Reykjanesskaga. Rúmlega tvö hundruð skjálftar hafa mælst frá miðnætti en engar stórar breytingar eru á virkninni síðan í gær. Síðasta sólarhring hafa aðalega smáskjálftar mælst á svæðinu en enn má gera ráð fyrir stærri skjálftum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×