Fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinand á leik United Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 17:46 Rio Ferdinand að störfum á leik í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Getty Stuðningsmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur verið fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinad þegar sá síðarnefndi var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport. Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu. Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira
Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu.
Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira