Mun ekki klippa hárið til að fá stjórastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 11:01 Gifton Noel-Williams stýrði kvennaliði Watford tímabundið. Getty/Richard Heathcote Gifton Noel-Williams er ekki beint stjóratýpan þegar kemur að útlitinu. Hann ætlar heldur ekki að breyta því og í grein hjá BBC er bent á hvort að það sé kominn tími til að breyta þessu. Noel-Williams dreymir um að fá að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma í deildinni með Watford. Langstærsta hluta ferils síns eyddi hann þó í neðri deildunum. Daniel Ogunshakin@danogunshakin Noel-Williams ræddi útlit sitt og þá sérstaklega hárið í viðtali við breska ríkisútvarpið. Það er þekkt í enska boltanum að blökkumenn fá ekki mörg tækifæri til að setjast í stjórastóla hjá félögunum þrátt fyrir að þeir séu stór hluti af leikmönnum deildarinnar. Íþróttablaðamaðurinn Daniel Ogunshakin tengir við sögu Noel-Williams og þá í gengum sitt starf. „Þú ættir að klippa dreadlokkana þína ef þú ætlar að komast eitthvað áfram á ferlinum,“ byrjar Ogunshakin að rifja upp í grein sinni. „Þetta var fyrst sagt við mig eða eitthvað í þá áttina árið 2013 þegar ég var íþróttablaðamaður hjá öðru fyrirtæki. Á þeim tíma var ég stoltur af hárinu mínu og leit á það sem hluti af auðkenni mínu. Ég var líka á þeirri skoðun að það að hafa dreadlokka eða ekki, ætti ekki og myndi ekki hafa áhrif á það hvernig ég vinn mína vinnu,“ skrifaði Daniel Ogunshakin í grein hjá breska ríkisútvarpinu. Gifton Noel-Williams: 'I will not cut my hair to become a Premier League manager' https://t.co/28HS80WZ63— BBC Look East (@BBCLookEast) October 31, 2023 „Ég neitaði því að klippa þá,“ skrifaði Ogunshakin. „Um tíma leit út fyrir að þetta skipti ekki máli og ég hélt að ég myndi fá tækifæri til að fjalla um HM í rugby árið 2015 vegna áhuga míns á íþróttinni og að ég var einn af aðalfjölmiðlamönnunum á þeim tíma. Ég fékk hins vegar ekki að fara af því að útlitið mitt þótti ekki við hæfi á svo háttvirtu móti. Ég varð því að losa mig við lokkana,“ skrifaði Ogunshakin en hélt áfram: „Ég var niðurbrotinn en þegar ég lít til baka þá voru miklir kynþáttafordómar í gangi. Ég missti því af því að fjalla um einn af stóru íþróttaviðburðunum. Nokkrum vikum seinna þá klippti ég dreadlokkana sem ég var búinn að safna í tólf ár. Mér fannst ég hafa tapað hluta af sjálfum mér,“ skrifaði Ogunshakin. Ogunshakin segir að minningarnar hafi komið til baka þegar hann las um fyrrum framherja í ensku úrvalsdeildinni sem fær engin tækifæri sem knattspyrnustjóri. Þar er hann að tala um Gifton Noel-Williams. "I'm going to kick down some doors so that the younger generation can walk through it." @GiftonNoel insists he will not cut his hair to become a Premier League manager #BlackHistoryMonth pic.twitter.com/MhOWH5xdbe— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2023 Noel-Williams er nú 43 ára gamall en lék á árum áður með Watford, Stoke og Burnley. Hann hjálpaði Watford að komst upp í ensku úrvalsdeildina um aldamótin. „Ég elska hárið mitt og það yrði mikill sorgardagur ef ég þyrfti að klippa það,“ sagði Noel-Williams. „Ég hef sagt það áður ef hárið þýði að ég muni aldrei verða knattspyrnustjóri þá er það í lagi. Ég mun ekki klippa hárið mitt til fá stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Noel-Williams. Hann var liðsfélagi Jóhanns B. Guðmundssonar hjá Watford í kringum aldamótin síðustu. Það má sjá greinina í vef breska ríkistútvarpsins þar sem er farið yfir fordóma og hversu erfitt það er fyrir dökka menn að fá tækifæri sem knattspyrnustjóri i bestu deild í heimi. Það má lesa alla greinina hér. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Noel-Williams dreymir um að fá að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma í deildinni með Watford. Langstærsta hluta ferils síns eyddi hann þó í neðri deildunum. Daniel Ogunshakin@danogunshakin Noel-Williams ræddi útlit sitt og þá sérstaklega hárið í viðtali við breska ríkisútvarpið. Það er þekkt í enska boltanum að blökkumenn fá ekki mörg tækifæri til að setjast í stjórastóla hjá félögunum þrátt fyrir að þeir séu stór hluti af leikmönnum deildarinnar. Íþróttablaðamaðurinn Daniel Ogunshakin tengir við sögu Noel-Williams og þá í gengum sitt starf. „Þú ættir að klippa dreadlokkana þína ef þú ætlar að komast eitthvað áfram á ferlinum,“ byrjar Ogunshakin að rifja upp í grein sinni. „Þetta var fyrst sagt við mig eða eitthvað í þá áttina árið 2013 þegar ég var íþróttablaðamaður hjá öðru fyrirtæki. Á þeim tíma var ég stoltur af hárinu mínu og leit á það sem hluti af auðkenni mínu. Ég var líka á þeirri skoðun að það að hafa dreadlokka eða ekki, ætti ekki og myndi ekki hafa áhrif á það hvernig ég vinn mína vinnu,“ skrifaði Daniel Ogunshakin í grein hjá breska ríkisútvarpinu. Gifton Noel-Williams: 'I will not cut my hair to become a Premier League manager' https://t.co/28HS80WZ63— BBC Look East (@BBCLookEast) October 31, 2023 „Ég neitaði því að klippa þá,“ skrifaði Ogunshakin. „Um tíma leit út fyrir að þetta skipti ekki máli og ég hélt að ég myndi fá tækifæri til að fjalla um HM í rugby árið 2015 vegna áhuga míns á íþróttinni og að ég var einn af aðalfjölmiðlamönnunum á þeim tíma. Ég fékk hins vegar ekki að fara af því að útlitið mitt þótti ekki við hæfi á svo háttvirtu móti. Ég varð því að losa mig við lokkana,“ skrifaði Ogunshakin en hélt áfram: „Ég var niðurbrotinn en þegar ég lít til baka þá voru miklir kynþáttafordómar í gangi. Ég missti því af því að fjalla um einn af stóru íþróttaviðburðunum. Nokkrum vikum seinna þá klippti ég dreadlokkana sem ég var búinn að safna í tólf ár. Mér fannst ég hafa tapað hluta af sjálfum mér,“ skrifaði Ogunshakin. Ogunshakin segir að minningarnar hafi komið til baka þegar hann las um fyrrum framherja í ensku úrvalsdeildinni sem fær engin tækifæri sem knattspyrnustjóri. Þar er hann að tala um Gifton Noel-Williams. "I'm going to kick down some doors so that the younger generation can walk through it." @GiftonNoel insists he will not cut his hair to become a Premier League manager #BlackHistoryMonth pic.twitter.com/MhOWH5xdbe— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2023 Noel-Williams er nú 43 ára gamall en lék á árum áður með Watford, Stoke og Burnley. Hann hjálpaði Watford að komst upp í ensku úrvalsdeildina um aldamótin. „Ég elska hárið mitt og það yrði mikill sorgardagur ef ég þyrfti að klippa það,“ sagði Noel-Williams. „Ég hef sagt það áður ef hárið þýði að ég muni aldrei verða knattspyrnustjóri þá er það í lagi. Ég mun ekki klippa hárið mitt til fá stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Noel-Williams. Hann var liðsfélagi Jóhanns B. Guðmundssonar hjá Watford í kringum aldamótin síðustu. Það má sjá greinina í vef breska ríkistútvarpsins þar sem er farið yfir fordóma og hversu erfitt það er fyrir dökka menn að fá tækifæri sem knattspyrnustjóri i bestu deild í heimi. Það má lesa alla greinina hér.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira