Erlent

Ísraels­her gengst við á­­rásinni á flótta­manna­búðirnar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Palestínumenn leita í rústum byggingar sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í dag.
Palestínumenn leita í rústum byggingar sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í dag. AP

Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. 

Danial Hagari, talsmaður Ísraelshers, staðfesti þetta í tilkynningu fyrr í kvöld. Þá sagði hann þó nokkra Hamas-liða hafa fallið í árásinni, þeirra á meðal hátt settur leiðtogi innan Hamas.

Hagari sagði sprenginguna hafa orðið til þess að margar byggingar í kringum skotmarkið hrundu auk neðanjarðarganga sem fjölfarin voru af Hamas-liðum. 

Sprengingin varð á stað í Norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelsher hefur biðlað til íbúa Gasa að yfirgefa það svæði og færa sig suður. Hagari ítrekaði þau fyrirmæli í tilkynningunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×