Leikmenn United farnir að efast um Ten Hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 15:30 Erik ten Hag bíður erfitt verkefni að reisa Manchester United við. getty/Michael Regan Leikmenn Manchester United eru byrjaðir að efast um Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, vegna sumra ákvarðana hans. United steinlá fyrir Manchester City, 0-3, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjöunda tap United í öllum keppnum á tímabilinu. The Sun greinir frá því að leikmenn United virðist vera farnir að missa trúna á Ten Hag og nokkrar ákvarðanir hans spili þar inn í. Ten Hag byrjaði til að mynda með réttfætta miðvörðinn Victor Lindelöf í stöðu vinstri bakvarðar gegn City en ekki Sergio Reguilón. Þá sást Antony hrista hausinn þegar hann kom ekki jafn snemma inn á og hann vonaðist eftir. Brassinn kom inn á undir lok leiks en var pirraður og þótti vera heppinn að vera ekki rekinn af velli fyrir að sparka í City-manninn Jérémy Doku. Ten Hag lét leikmenn United einnig sitja í búningsklefanum eftir leik og hlusta fagnaðarlæti á leikmanna og stuðningsmanna City. Í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sagði hann líka að United gæti aldrei spilað eins og Ajax-liðin sem hann stýrði áður en hann kom til Englands. Ten Hag tók við United í fyrra. Hann stýrði liðinu til sigurs í deildabikarnum og kom því í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Þá endaði United í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. 31. október 2023 12:31 Wenger vorkennir United: „Engin von eftir“ Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, vorkennir sínum fornu fjendum í Manchester United og segir vonleysið svífi yfir vötnum hjá félaginu. 30. október 2023 14:31 Þóttist ekkert skilja sönginn í stúkunni Norski framherjinn Erling Haaland fór illa með Manchester United í nágrannaslagnum í gær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Manchester City á Old Trafford. 30. október 2023 11:30 Roy Keane um Bruno: Hann er andstæða þess sem ég vil sjá í fyrirliða Roy Keane er einn af öflugustu fyrirliðum Manchester United á síðustu áratugum en hann hefur hins vegar ekki mikið álit á fyrirliðastörfum Portúgalans Bruno Fernandes. 30. október 2023 11:01 Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00 Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00 „Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31 „Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
United steinlá fyrir Manchester City, 0-3, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjöunda tap United í öllum keppnum á tímabilinu. The Sun greinir frá því að leikmenn United virðist vera farnir að missa trúna á Ten Hag og nokkrar ákvarðanir hans spili þar inn í. Ten Hag byrjaði til að mynda með réttfætta miðvörðinn Victor Lindelöf í stöðu vinstri bakvarðar gegn City en ekki Sergio Reguilón. Þá sást Antony hrista hausinn þegar hann kom ekki jafn snemma inn á og hann vonaðist eftir. Brassinn kom inn á undir lok leiks en var pirraður og þótti vera heppinn að vera ekki rekinn af velli fyrir að sparka í City-manninn Jérémy Doku. Ten Hag lét leikmenn United einnig sitja í búningsklefanum eftir leik og hlusta fagnaðarlæti á leikmanna og stuðningsmanna City. Í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sagði hann líka að United gæti aldrei spilað eins og Ajax-liðin sem hann stýrði áður en hann kom til Englands. Ten Hag tók við United í fyrra. Hann stýrði liðinu til sigurs í deildabikarnum og kom því í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Þá endaði United í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. 31. október 2023 12:31 Wenger vorkennir United: „Engin von eftir“ Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, vorkennir sínum fornu fjendum í Manchester United og segir vonleysið svífi yfir vötnum hjá félaginu. 30. október 2023 14:31 Þóttist ekkert skilja sönginn í stúkunni Norski framherjinn Erling Haaland fór illa með Manchester United í nágrannaslagnum í gær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Manchester City á Old Trafford. 30. október 2023 11:30 Roy Keane um Bruno: Hann er andstæða þess sem ég vil sjá í fyrirliða Roy Keane er einn af öflugustu fyrirliðum Manchester United á síðustu áratugum en hann hefur hins vegar ekki mikið álit á fyrirliðastörfum Portúgalans Bruno Fernandes. 30. október 2023 11:01 Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00 Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00 „Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31 „Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. 31. október 2023 12:31
Wenger vorkennir United: „Engin von eftir“ Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, vorkennir sínum fornu fjendum í Manchester United og segir vonleysið svífi yfir vötnum hjá félaginu. 30. október 2023 14:31
Þóttist ekkert skilja sönginn í stúkunni Norski framherjinn Erling Haaland fór illa með Manchester United í nágrannaslagnum í gær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Manchester City á Old Trafford. 30. október 2023 11:30
Roy Keane um Bruno: Hann er andstæða þess sem ég vil sjá í fyrirliða Roy Keane er einn af öflugustu fyrirliðum Manchester United á síðustu áratugum en hann hefur hins vegar ekki mikið álit á fyrirliðastörfum Portúgalans Bruno Fernandes. 30. október 2023 11:01
Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00
Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00
„Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31
„Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31