Mæta ekki á afhendingu Gullboltans þar sem það er leikur á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2023 19:01 Stanway á leik á morgun. EPA-EFE/Vince Mignott Þrátt fyrir að vera tilnefndar til verðlauna munu þrír leikmenn enska landsliðsins ekki mæta á verðlaunahátíðina þar sem Gullboltinn (Ballon d‘Or) er afhentur þar sem þær eiga leik á morgun. Georgia Stanway er ein þeirra og hefur sent forráðamönnum hátíðarinnar tóninn. Gullboltinn var fyrst afhentur árið 1956 þegar tímaritið France Football tók sig saman og boðaði til kosningar á besta knattspyrnumanni heims. Gullboltann fær sá leikmaður sem talinn er hafa spilað best undanfarið ár. Árið 2018 var Gulboltinn einnig afhentur í kvennaflokki. Verðlaunin eru veitt á sama tíma en það hentar hreinlega ekki kvenkyns leikmönnum þar sem flestar eru í miðju landsliðsverkefni núna. Enska landsliðið á til að mynda leik annað kvöld en Georgia Stanway, Millie Bright og markvörðurinn Mary Earps eru allar tilnefndar. "If it was planned a little bit better"Georgia Stanway says its a real disappointment that the Ballon D'Or awards ceremony has been scheduled so that a number of players won't be able to attend. pic.twitter.com/J3E6SXZ0HL— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) October 30, 2023 „Það er gaman að vera tilnefnd en leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum. Við sem hópur höfum talað um þetta og erum sammála að það væri gaman ef hátíðin væri ekki degi fyrir leik. Þannig gætum við öll notið þeirrar reynslu sem fylgir því að mæta á hátíð sem þessa. Mögulega er þetta bara eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði Stanway sem er í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu sem og Þýskalandsmeisturum Bayern München. „Við eigum leik á morgun, ef þetta hefði verið betur planað þá hefði verið auðveldara fyrir kvenkyns leikmenn að mæta,“ bætti Stanway við. Lionel Messi will be announced as the Ballon d Or winner tonight his Ballon d Or number 8, as expected Ceremony in Paris, all set for it. pic.twitter.com/gAKyqmAtUv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2023 Þrátt fyrir að afhendingin hafi ekki enn farið fram er vitað að Lionel Messi vinnur sinn áttunda Gullbolta og að Aitana Bonmatí mun vinna í kvennaflokki. Þrír af fimm Gullboltum í kvennaflokki hafa því farið til spænskra miðjumanna en Alexia Putellas hefur unnið undanfarin tvö ár. Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Gullboltinn var fyrst afhentur árið 1956 þegar tímaritið France Football tók sig saman og boðaði til kosningar á besta knattspyrnumanni heims. Gullboltann fær sá leikmaður sem talinn er hafa spilað best undanfarið ár. Árið 2018 var Gulboltinn einnig afhentur í kvennaflokki. Verðlaunin eru veitt á sama tíma en það hentar hreinlega ekki kvenkyns leikmönnum þar sem flestar eru í miðju landsliðsverkefni núna. Enska landsliðið á til að mynda leik annað kvöld en Georgia Stanway, Millie Bright og markvörðurinn Mary Earps eru allar tilnefndar. "If it was planned a little bit better"Georgia Stanway says its a real disappointment that the Ballon D'Or awards ceremony has been scheduled so that a number of players won't be able to attend. pic.twitter.com/J3E6SXZ0HL— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) October 30, 2023 „Það er gaman að vera tilnefnd en leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum. Við sem hópur höfum talað um þetta og erum sammála að það væri gaman ef hátíðin væri ekki degi fyrir leik. Þannig gætum við öll notið þeirrar reynslu sem fylgir því að mæta á hátíð sem þessa. Mögulega er þetta bara eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði Stanway sem er í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu sem og Þýskalandsmeisturum Bayern München. „Við eigum leik á morgun, ef þetta hefði verið betur planað þá hefði verið auðveldara fyrir kvenkyns leikmenn að mæta,“ bætti Stanway við. Lionel Messi will be announced as the Ballon d Or winner tonight his Ballon d Or number 8, as expected Ceremony in Paris, all set for it. pic.twitter.com/gAKyqmAtUv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2023 Þrátt fyrir að afhendingin hafi ekki enn farið fram er vitað að Lionel Messi vinnur sinn áttunda Gullbolta og að Aitana Bonmatí mun vinna í kvennaflokki. Þrír af fimm Gullboltum í kvennaflokki hafa því farið til spænskra miðjumanna en Alexia Putellas hefur unnið undanfarin tvö ár.
Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira