Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ræðum við nefndarmann í utanríkismálanefnd sem segist undrandi yfir því að Ísland skuli hafa setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun þar sem hvatt var til vopnahlés.

Einnig tökum við stöðuna á landrisi á Reykjanesi en eldfjallafræðingur segir ört landris nú ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar og nálægðar við innviði.

Að auki verður rætt við hagfræðing um nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar sem segir ljóst að aðgerðir Seðlabankans séu að virka.

Að síðustu fjöllum við um skólamál en Samband íslenskra sveitarfélaga er með ráðstefnu í dag þar sem yfirfærsla grunnskólans frá ríki til sveitarfélaganna er metin.

Í íþróttapakkanum fjöllum við um blaðamannafund kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik þeirra gegn Þýskalandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×