Neville og Carra rifust um Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 09:00 Gary Neville og Jamie Carragher hafa sterkar skoðanir á ástandinu hjá Manchester United. Getty/John Walton Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. Neville er fyrrum leikmaður Manchester United en Carragher lék allan sinn feril með Liverpool. Neville var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi stöðu mála á bak við tjöldin hjá United. Það má alltaf búast við góðu sjónvarpi þegar þeir félagar fara að kýta fyrir framan sjónvarpsvélarnar og það var full ástæða til að fylgjast með þeim á Sky Sports í gær. Á meðan Carragher vildi kenna leikstíl United um slakt gengi og þar með knattspyrnustjóranum var það slæmt vinnuumhverfi sem Neville skrifaði vandræði félagsins fyrst og fremst á. Manchester United tapaði ekki bara með þremur mörkum á heimavelli í Manchester slagnum heldur var liðið algjörlega yfirspilað í leiknum. Carragher segir að liðið sé það eina af þeim stóru í ensku úrvalsdeildinni sem setji leikina upp eins og litla liðið. Pakki í vörn, spili ekki út úr vörninni og treysti á skyndisóknir. Neville segir að vinnuumhverfi knattspyrnustjórans og teymisins ekki boðlegt. Nú sé að koma inn nýr maður, Sir Jim Ratcliffe, sem ætlar að taka yfir alla stjórn á fótboltamálum félagsins. Allir starfsmenn félagsins mæti því í vinnuna með það hangandi yfir sér að þeir séu líklega að missa vinnuna. „Fréttirnar er um að það sé maður að koma inn sem ætli að hreinsa út alla fótboltadeild félagsins. Getur þú ímyndað þér hvað sé í gangi innan þessar fótboltadeildar og í kringum Erik ten Hag. Þetta er eitrað andrúmsloft og neikvæðni alls ráðandi. Allir eru að fara að missa vinnuna,“ sagði Gary Neville meðal annars. Hér fyrir neðan má sjá þá Neville og Carragher í ham í myndveri Sky Sports eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Neville er fyrrum leikmaður Manchester United en Carragher lék allan sinn feril með Liverpool. Neville var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi stöðu mála á bak við tjöldin hjá United. Það má alltaf búast við góðu sjónvarpi þegar þeir félagar fara að kýta fyrir framan sjónvarpsvélarnar og það var full ástæða til að fylgjast með þeim á Sky Sports í gær. Á meðan Carragher vildi kenna leikstíl United um slakt gengi og þar með knattspyrnustjóranum var það slæmt vinnuumhverfi sem Neville skrifaði vandræði félagsins fyrst og fremst á. Manchester United tapaði ekki bara með þremur mörkum á heimavelli í Manchester slagnum heldur var liðið algjörlega yfirspilað í leiknum. Carragher segir að liðið sé það eina af þeim stóru í ensku úrvalsdeildinni sem setji leikina upp eins og litla liðið. Pakki í vörn, spili ekki út úr vörninni og treysti á skyndisóknir. Neville segir að vinnuumhverfi knattspyrnustjórans og teymisins ekki boðlegt. Nú sé að koma inn nýr maður, Sir Jim Ratcliffe, sem ætlar að taka yfir alla stjórn á fótboltamálum félagsins. Allir starfsmenn félagsins mæti því í vinnuna með það hangandi yfir sér að þeir séu líklega að missa vinnuna. „Fréttirnar er um að það sé maður að koma inn sem ætli að hreinsa út alla fótboltadeild félagsins. Getur þú ímyndað þér hvað sé í gangi innan þessar fótboltadeildar og í kringum Erik ten Hag. Þetta er eitrað andrúmsloft og neikvæðni alls ráðandi. Allir eru að fara að missa vinnuna,“ sagði Gary Neville meðal annars. Hér fyrir neðan má sjá þá Neville og Carragher í ham í myndveri Sky Sports eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira