Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12. Vísir

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni.

Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands í málinu aumingjalega. Fjallað verður um málið og árásir Ísraels á Palestínu í nótt í hádegisfréttum.

Þá fjöllum við um nýútkomna skýrslu sem sýnir fram á að yfir 400 þúsund börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af fulltrúum kaþólsku kirkjunnar á Spáni á síðustu áratugum.

Við heyrum frá forstjóra Landsvirkjuna sem segir ekki hafa komið á óvart að úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafi fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun vinnur nú að því að fá virkjanaleyfi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu klukkan tólf. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×