Erlent

Byssu­maðurinn í Maine fannst látinn

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Gríðarlega umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Robert Card sem fannst látinn í gærkvöldi. 
Gríðarlega umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Robert Card sem fannst látinn í gærkvöldi.  AP

Robert Card, sem grunaður er um að hafa orðið átján að bana í skotárás í Maine í Bandaríkjunum á miðvikudag, fannst látinn í gær. Umfangsmikil leit að honum hafði staðið yfir í tvo daga.

Card fannst látinn í skóglendi nærri á, í bænum Lisbon í Maine klukkan 19:45 að staðartíma. AP greinir frá því að hann hafi svipt sig lífi með skotvopni.

Card fannst látinn nærri ánni Androscoggin. Hann er talinn hafa svipt sig lífi. AP

Umfangsmikil tveggja daga leit hafði staðið yfir að Card, sem er grunaður um að hafa staðið að skotárás á miðvikudagskvöld. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum, annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Átján manns létust og tugir særðust.

Card var í hernum og þjálfaður í notkun skotvopna.ANDROSCOGGIN COUNTY SHERIFF'S OFFICE

Robert Card var fertugur að aldri og hefur verið sagður hafa átt við geðrænan vanda að stríða. Hann lá á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfaði sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine.

 Búið er að bera kennsl á öll fórnarlömb skotárásarinnar en þau voru á aldrinum 14 til 76 ára. Lögreglan í Maine hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Fórnarlömb skotárásarinnar á miðvikudag voru á aldrinum 14 til 76 ára.

Tengdar fréttir

Leit stendur enn yfir að byssu­manninum í Maine

Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi.

Allt að 22 sagðir látnir eftir skot­á­rás í Maine

Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×