Hin 33 ára gamla Hermoso var gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Spánar sem bar sigur úr býtum á HM í sumar. Þegar Hermoso fékk verðlaunapening sinn eftir leik var hún óumbeðin kysst á munninn af Luis Rubiales, þáverandi forseta spænska knattspyrnusambandsins.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, fjöldi leikmanna Spánar fór í verkfall þar sem þær vildu fagmannlegra umhverfi. Rubiales sagði á endanum af sér og þá var hinn gríðarlega óvinsæli þjálfari, Jorge Vilda, látinn taka poka sinn.
Hermoso hafði ekki leikið fyrir Spán síðan liðið sigraði England í úrslitum HM en var á varamannabekknum þegar Ítalía og Spánn mættust á föstudag. Hermoso kom inn af bekknum á 68. mínútu og skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið þegar aðeins ein mínúta lifði leiks.
Jenni Hermoso marked her return to the Spanish national team with an 89th-minute winner vs. Italy in the Nations League pic.twitter.com/gmnOOnEiWk
— B/R Football (@brfootball) October 27, 2023
Lokatölur á Arechi-leikvanginum í Salerno 0-1 og Spánn sem stendur með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum í riðli 4 í Þjóðadeild kvenna.
Í riðli 3, sama riðli og Ísland leikur í þá vann Þýskaland 5-1 sigur á Wales. Lea Schüller skoraði tvö, Giulia Gwinn og Nicole Anyomi skoruðu sitthvort en Rhiannon Roberts varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Mark Wales skoraði Ceri Holland.
Sieg bei Hrubesch-Debüt! Im ersten Länderspiel des Interimsbundestrainers siegen die deutschen Frauen mit 5:1 gegen Wales. Lea Schüller überzeugt mit Doppelpack, Gwinn, Nüsken und Anyomi treffen spät. #SkySportWomen #DFB pic.twitter.com/wISrkxPxDC
— Sky Sport (@SkySportDE) October 27, 2023
England vann 1-0 sigur á Belgíu þökk sé marki Lauren Hemp í fyrri hálfleik. Sigurinn þýðir að England og Holland eru jöfn í riðli 1 með sex stig hvort að loknum þremur umferðum.
Back to winning ways
— Lionesses (@Lionesses) October 27, 2023
Önnur úrslit
- Austurríki 2-1 Portúgal
- Svíþjóð 1-0 Sviss
- Noregur 1-2 Frakkland
- Holland 4-0 Skotland