Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Vísis skrifar 27. október 2023 20:50 Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Vísir / Hulda Margrét Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. Telma Ívarsdóttir, markvörður [7] Ekkert út á hana að setja í markinu, fast skot af mjög stuttu færi sem hún átti engan möguleika á að verja. Varði vel í tvígang og bjargaði marki í upphafi seinni hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Átti fínan leik og gerði engin stór mistök en hefði getað lokað betur á fyrirgjöfina sem leiddi að marki Danmerkur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [8] Stóð vaktina með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Vann vel allan leikinn með Guðrúnu og tókst að leysa vel úr flestu sem Danirnir gerðu. Var sömuleiðis ógnandi fram á við í föstum leikatriðum og komst líklega næst því að skora af öllum leikmönnum Íslands þegar hún skallaði boltann í slánna úr hornspyrnu. Guðrún Árnadóttir, miðvörður [6] Leysti stöðuna í fjarveru Ingibjargar Sigurðardóttur sem tók út leikbann í kvöld. Var ómeðvituð um sóknarmanninn fyrir aftan sig þegar markið var skorað, hefði mögulega getað gert betur þar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Hennar fyrsti leikur sem byrjunarliðsmaður fyrir A-landslið Íslands. Danirnir vissu af því og einblíndu aðeins á hana í upphafi leiks en hún leysti úr því og varðist þeim vel. Er með frábæran fót en tókst ekki að sýna snilli sína nægilega vel í hornspyrnunum sem hún tók. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Steig vel niður og var mikilvægur uppspilspunktur þegar liðið spilaði út úr vörninni, sneri vel upp völlinn og kom boltanum í spil. Gerðist sek um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks en góð markvarsla Telmu bjargaði henni frá því að gefa mark. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [5] Fór minna fyrir henni en Selmu, komst ekki eins mikið á boltann í uppspilinu. Gerðist ekki sek um nein mistök en sýndi heldur ekkert sem er frásögu færandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Allt uppspil Íslands fór í gegnum hana lengst framan af leiknum. Fann sér oft pláss milli manna á miðsvæðinu og var ógnandi en tókst ekki að skapa neitt dauðafæri fyrir sig né aðra. Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður [6] Átti fínan leik og vann varnarvinnuna sína vel en hefði mátt sýna aðeins meiri sköpunargleði fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Komst lítið á boltann, átti fína kafla en ógnaði marki Dananna ekki mikið. Hlín Eiríksdóttir, framherji [7] Barðist eins og berserkur í fremstu víglínu, alltaf til í að fá boltann og bakka á varnarmanninn eða hoppa upp í skallabaráttu. Fékk fínt færi til að jafna leikinn undir blálokinn en hitti ekki boltann. Varamenn Hafrún Rakel Halldórsdóttir [6] – Kom inn fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu Ferskir fætur á réttum tímapunkti, pressaði vel og vann boltann en líkt og flestir í fremstu línu skapaði hún lítið í leiknum. Bryndís Arna Níelsdóttir [7] – Kom inn fyrir Söndru Jessen á 78. mínútu Sá lítið af boltanum í sinni innkomu en sýndi ákefð og dugnað í fremstu línu. Alexandra Jóhannsdóttir – Kom inn fyrir Selmu Sól á 88. mínútu Spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Sjá meira
Telma Ívarsdóttir, markvörður [7] Ekkert út á hana að setja í markinu, fast skot af mjög stuttu færi sem hún átti engan möguleika á að verja. Varði vel í tvígang og bjargaði marki í upphafi seinni hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Átti fínan leik og gerði engin stór mistök en hefði getað lokað betur á fyrirgjöfina sem leiddi að marki Danmerkur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [8] Stóð vaktina með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Vann vel allan leikinn með Guðrúnu og tókst að leysa vel úr flestu sem Danirnir gerðu. Var sömuleiðis ógnandi fram á við í föstum leikatriðum og komst líklega næst því að skora af öllum leikmönnum Íslands þegar hún skallaði boltann í slánna úr hornspyrnu. Guðrún Árnadóttir, miðvörður [6] Leysti stöðuna í fjarveru Ingibjargar Sigurðardóttur sem tók út leikbann í kvöld. Var ómeðvituð um sóknarmanninn fyrir aftan sig þegar markið var skorað, hefði mögulega getað gert betur þar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Hennar fyrsti leikur sem byrjunarliðsmaður fyrir A-landslið Íslands. Danirnir vissu af því og einblíndu aðeins á hana í upphafi leiks en hún leysti úr því og varðist þeim vel. Er með frábæran fót en tókst ekki að sýna snilli sína nægilega vel í hornspyrnunum sem hún tók. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Steig vel niður og var mikilvægur uppspilspunktur þegar liðið spilaði út úr vörninni, sneri vel upp völlinn og kom boltanum í spil. Gerðist sek um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks en góð markvarsla Telmu bjargaði henni frá því að gefa mark. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [5] Fór minna fyrir henni en Selmu, komst ekki eins mikið á boltann í uppspilinu. Gerðist ekki sek um nein mistök en sýndi heldur ekkert sem er frásögu færandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Allt uppspil Íslands fór í gegnum hana lengst framan af leiknum. Fann sér oft pláss milli manna á miðsvæðinu og var ógnandi en tókst ekki að skapa neitt dauðafæri fyrir sig né aðra. Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður [6] Átti fínan leik og vann varnarvinnuna sína vel en hefði mátt sýna aðeins meiri sköpunargleði fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Komst lítið á boltann, átti fína kafla en ógnaði marki Dananna ekki mikið. Hlín Eiríksdóttir, framherji [7] Barðist eins og berserkur í fremstu víglínu, alltaf til í að fá boltann og bakka á varnarmanninn eða hoppa upp í skallabaráttu. Fékk fínt færi til að jafna leikinn undir blálokinn en hitti ekki boltann. Varamenn Hafrún Rakel Halldórsdóttir [6] – Kom inn fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu Ferskir fætur á réttum tímapunkti, pressaði vel og vann boltann en líkt og flestir í fremstu línu skapaði hún lítið í leiknum. Bryndís Arna Níelsdóttir [7] – Kom inn fyrir Söndru Jessen á 78. mínútu Sá lítið af boltanum í sinni innkomu en sýndi ákefð og dugnað í fremstu línu. Alexandra Jóhannsdóttir – Kom inn fyrir Selmu Sól á 88. mínútu Spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Sjá meira
Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn