Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frístundaheimili Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2023 08:01 Börn eru á bið eftir plássi á frístundaheimili víða í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. Alls eru 434 börn á bið eftir því að komast að á frístundaheimili í Reykjavík. Alls eru 263 börn komin með pláss að hluta en á bið eftir fullu plássi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugildi á frístundaheimilum eða sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Enn á eftir að manna 52,3 grunnstöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest börn eru á bið eftir því að komast að í frístundaheimili á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð í Reykjavík. Þar bíða alls 212 börn eftir plássi og 86 eftir því að hlutapláss þeirra verði að fullu plássi. Í borgarhlutanum búa alls 5.030 grunnskólabörn og er því um að ræða 4,2 prósent þeirra. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Brosbær, Fjósið, Hvergiland, Kastali, Kátakot, Klapparholt, Regnbogaland, Simbað, Skógarsel, Stjörnuland, Tígrisbær, Töfrasel, Úlfabyggð og Víðisel. Næsflest bíða eftir því að komast að á frístundaheimilum sem tilheyra Norðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álftabær, Dalheimar, Glaðheimar, Krakkakot, Laugarsel, Neðstaland, Sólbúar og Vogasel. Þar bíða alls 94 börn eftir plássi en 111 eru komin með pláss hluta úr degi en bíða þess að fá fulla vistun. Alls búa 2.532 börn í borgarhlutanum og er því um að ræða 3,7 prósent barna sem eru á bið eftir plássi. Alls eru svo 79 börn á bið eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Vesturmiðstöð og 37 sem eru komin með vistun að hluta. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland. Alls búa 3.202 grunnskólabörn í borgarhlutanum og eru því 2,4 prósent þeirra á bið eftir plássi á frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Fæst börn bíða svo eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Suðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinafell, Vinaheimar og Vinasel. Alls bíða 49 börn eftir plássi og eru 29 komin með vistun að hluta. Alls búa 3.828 börn í borgarhlutanum og eru því 1,2 prósent þeirra á bið eftir plássi. Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22 „Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07 1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Alls eru 434 börn á bið eftir því að komast að á frístundaheimili í Reykjavík. Alls eru 263 börn komin með pláss að hluta en á bið eftir fullu plássi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugildi á frístundaheimilum eða sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Enn á eftir að manna 52,3 grunnstöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest börn eru á bið eftir því að komast að í frístundaheimili á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð í Reykjavík. Þar bíða alls 212 börn eftir plássi og 86 eftir því að hlutapláss þeirra verði að fullu plássi. Í borgarhlutanum búa alls 5.030 grunnskólabörn og er því um að ræða 4,2 prósent þeirra. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Brosbær, Fjósið, Hvergiland, Kastali, Kátakot, Klapparholt, Regnbogaland, Simbað, Skógarsel, Stjörnuland, Tígrisbær, Töfrasel, Úlfabyggð og Víðisel. Næsflest bíða eftir því að komast að á frístundaheimilum sem tilheyra Norðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álftabær, Dalheimar, Glaðheimar, Krakkakot, Laugarsel, Neðstaland, Sólbúar og Vogasel. Þar bíða alls 94 börn eftir plássi en 111 eru komin með pláss hluta úr degi en bíða þess að fá fulla vistun. Alls búa 2.532 börn í borgarhlutanum og er því um að ræða 3,7 prósent barna sem eru á bið eftir plássi. Alls eru svo 79 börn á bið eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Vesturmiðstöð og 37 sem eru komin með vistun að hluta. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland. Alls búa 3.202 grunnskólabörn í borgarhlutanum og eru því 2,4 prósent þeirra á bið eftir plássi á frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Fæst börn bíða svo eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Suðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinafell, Vinaheimar og Vinasel. Alls bíða 49 börn eftir plássi og eru 29 komin með vistun að hluta. Alls búa 3.828 börn í borgarhlutanum og eru því 1,2 prósent þeirra á bið eftir plássi.
Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22 „Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07 1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
„Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22
„Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07
1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58