Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frístundaheimili Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2023 08:01 Börn eru á bið eftir plássi á frístundaheimili víða í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. Alls eru 434 börn á bið eftir því að komast að á frístundaheimili í Reykjavík. Alls eru 263 börn komin með pláss að hluta en á bið eftir fullu plássi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugildi á frístundaheimilum eða sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Enn á eftir að manna 52,3 grunnstöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest börn eru á bið eftir því að komast að í frístundaheimili á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð í Reykjavík. Þar bíða alls 212 börn eftir plássi og 86 eftir því að hlutapláss þeirra verði að fullu plássi. Í borgarhlutanum búa alls 5.030 grunnskólabörn og er því um að ræða 4,2 prósent þeirra. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Brosbær, Fjósið, Hvergiland, Kastali, Kátakot, Klapparholt, Regnbogaland, Simbað, Skógarsel, Stjörnuland, Tígrisbær, Töfrasel, Úlfabyggð og Víðisel. Næsflest bíða eftir því að komast að á frístundaheimilum sem tilheyra Norðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álftabær, Dalheimar, Glaðheimar, Krakkakot, Laugarsel, Neðstaland, Sólbúar og Vogasel. Þar bíða alls 94 börn eftir plássi en 111 eru komin með pláss hluta úr degi en bíða þess að fá fulla vistun. Alls búa 2.532 börn í borgarhlutanum og er því um að ræða 3,7 prósent barna sem eru á bið eftir plássi. Alls eru svo 79 börn á bið eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Vesturmiðstöð og 37 sem eru komin með vistun að hluta. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland. Alls búa 3.202 grunnskólabörn í borgarhlutanum og eru því 2,4 prósent þeirra á bið eftir plássi á frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Fæst börn bíða svo eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Suðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinafell, Vinaheimar og Vinasel. Alls bíða 49 börn eftir plássi og eru 29 komin með vistun að hluta. Alls búa 3.828 börn í borgarhlutanum og eru því 1,2 prósent þeirra á bið eftir plássi. Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22 „Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07 1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Alls eru 434 börn á bið eftir því að komast að á frístundaheimili í Reykjavík. Alls eru 263 börn komin með pláss að hluta en á bið eftir fullu plássi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugildi á frístundaheimilum eða sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Enn á eftir að manna 52,3 grunnstöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest börn eru á bið eftir því að komast að í frístundaheimili á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð í Reykjavík. Þar bíða alls 212 börn eftir plássi og 86 eftir því að hlutapláss þeirra verði að fullu plássi. Í borgarhlutanum búa alls 5.030 grunnskólabörn og er því um að ræða 4,2 prósent þeirra. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Brosbær, Fjósið, Hvergiland, Kastali, Kátakot, Klapparholt, Regnbogaland, Simbað, Skógarsel, Stjörnuland, Tígrisbær, Töfrasel, Úlfabyggð og Víðisel. Næsflest bíða eftir því að komast að á frístundaheimilum sem tilheyra Norðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álftabær, Dalheimar, Glaðheimar, Krakkakot, Laugarsel, Neðstaland, Sólbúar og Vogasel. Þar bíða alls 94 börn eftir plássi en 111 eru komin með pláss hluta úr degi en bíða þess að fá fulla vistun. Alls búa 2.532 börn í borgarhlutanum og er því um að ræða 3,7 prósent barna sem eru á bið eftir plássi. Alls eru svo 79 börn á bið eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Vesturmiðstöð og 37 sem eru komin með vistun að hluta. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland. Alls búa 3.202 grunnskólabörn í borgarhlutanum og eru því 2,4 prósent þeirra á bið eftir plássi á frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Fæst börn bíða svo eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Suðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinafell, Vinaheimar og Vinasel. Alls bíða 49 börn eftir plássi og eru 29 komin með vistun að hluta. Alls búa 3.828 börn í borgarhlutanum og eru því 1,2 prósent þeirra á bið eftir plássi.
Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22 „Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07 1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
„Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22
„Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07
1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58