Fótbolti

Selma Sól: Við þurfum að toga þær niður á jörðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir hefur spilað allan 180 mínúturnar í fyrstu tveimur leikjum Íslands í Þjóðadeildinni.
Selma Sól Magnúsdóttir hefur spilað allan 180 mínúturnar í fyrstu tveimur leikjum Íslands í Þjóðadeildinni. Vísir/Sigurjón

Selma Sól Magnúsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Dönum í Laugardalnum í kvöld.

Selma hefur spilað stórt hlutverk í íslenska liðinu í síðustu verkefnum og þar á meðal í skellinum á móti Þýskalandi í síðasta leik.

„Þetta er bara nýtt verkefni og það er góð stemmning í hópnum. Við förum inn í nýtt verkefni með nýjum markmiðum. Við getum lítið gert í leiknum sem er búinn. Við erum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Selma Sól Magnúsdóttir.

„Við þurfum fyrst og fremst að vinna einvígin okkar og gera vel í pressunni. Svo þegar við vinnum boltann þá þurfum við að halda honum vel og gera vel. Það verður klárlega erfitt því þær eru með gott lið og búnar að fá nýjan þjálfara og svona,“ sagði Selma.

„Þær eru hátt uppi og við þurfum að toga þær niður á jörðina ,“ sagði Selma.

„Við þurfum fyrst og fremst að vinna baráttuna því þegar við vinnum baráttuna þá kemur allt hitt með okkur. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að vinna einvígin okkar til að koma okkur inn í leikinn og svo vinnum við okkur út frá því,“ sagði Selma.

Hér fyrir neðan má horfa á allt viðtalið þar sem Selma talar meðal annars um lið sitt Rosenborg sem er í toppbaráttunni í Noregi og komið í bikarúrslitaleikinn.

Klippa: Viðtal við Selmu Sól fyrir Danaleik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×