Diljá Ýr: Við þurfum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 13:31 Diljá Ýr Zomers er að raða inn mörkum með belgíska félaginu Leuven. Vísir/Sigurjón Diljá Ýr Zomers hefur bæði verið að stimpla sig inn í íslenska landsliðið sem og í belgíska boltann þar sem hún skipti yfir í Leuven í haust. Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira