Diljá Ýr: Við þurfum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 13:31 Diljá Ýr Zomers er að raða inn mörkum með belgíska félaginu Leuven. Vísir/Sigurjón Diljá Ýr Zomers hefur bæði verið að stimpla sig inn í íslenska landsliðið sem og í belgíska boltann þar sem hún skipti yfir í Leuven í haust. Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sjá meira