Fótbolti

Olympiacos galopnaði riðilinn með sigri gegn West Ham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Olympiacos vann sterkan sigur í kvöld.
Olympiacos vann sterkan sigur í kvöld. Milos Bicanski/Getty Images

Gríska liðið Olympiacos vann sterkan 2-1 sigur er liðið tók á móti West Ham í A-riðli Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Grikkirnir urðu þar með fyrsta liðið til að vinna sigur gegn West Ham í keppninni á þessu tímabili.

Það voru þeir Konstantinos Fortounis og Rodinei sem sáu um markaskorun Olympiacos í kvöld, en bæði mörk liðsins voru skoruð í fyrri hálfleik.

Varamaðurinn Lucas Paqueta minnkaði þó muninn fyrir West Ham á 88. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Olympiacos sem nú er með þrjú stig í þriðja sæti A-riðils, tveimur stigum á eftir West Ham sem trónir á toppnum ásamt Freiburg sem vann 1-3 sigur gegn TSC Backa Topola á sama tíma.

Þá fékk Íslendingalið Häcken skell er liðið heimsótti Molde í H-riðli. Lokatölur 5-1, Molde í vil, en Valgeir Lunddal var ekki í leikmannahópi Häcken vegna meiðsla.

Úrslit

A-riðill

Olympiacos 2-1 West Ham

TSC Backa Topola 1-3 Freiburg

B-riðill

Marseille 3-1 AEK Athens

C-riðill

Aris Limasol 0-1 Real Betis

Sparta Prague 0-0 Rangers

D-riðill

Rakow Czesrochowa 1-1 Sporting CP

Sturm Graz 2-2 Atalanta

H-riðill

Molde 5-1 Häcken




Fleiri fréttir

Sjá meira


×