Stíflan brast hjá Haaland

Erling Haaland skorar annað mark sitt og þriðja mark Manchester City gegn Young Boys.
Erling Haaland skorar annað mark sitt og þriðja mark Manchester City gegn Young Boys. getty/Zac Goodwin

Erling Haaland komst loks á blað eftir að hafa mistekist að skora í síðustu fimm leikjum í Meistaradeildinni þegar hann skoraði tvítvegis gegn Young Boys í 1-3 sigri Manchester City.

Eins og við var að búast voru Manchester City algjört yfirburðalið inni á vellinum, héldu boltanum eins og þeim sýndist og ógnðuðu marki gestanna grimmt. Þeim tókst þó ekki að brjóta ísinn í fyrri hálfleik. 

Manuel Akanji tók svo forystuna fyrir ríkjandi Meistaradeildarmeistarana strax í upphafi seinni hálfleiks, markið kom eftir hornspyrnu þar sem Ruben Dias skallaði boltann að marki, markvörður YB sló hann í slánna og þaðan skoppaði hann til Akanji sem kom honum í netið. 

Þvert gegn gangi leiksins skoruðu svo YB á 52. mínútu og jöfnuðu leikinn. Markið kom eftir stórsókn City sem endaði með skoti frá Erling Haaland, beint á markvörðinn sem var fljótur að koma boltanum í leik. YB liðið brunaði upp völlinn, kom boltanum á framherjann Meschack Elia sem vippaði honum yfir Ederson. 

Jack Grealish var svo nálægt því að gefa frá sér vítaspyrnu þegar hann handlék boltann óvart inni í eigin vítateig, en ekkert var dæmt, örskömmu síðar sótti hann svo vítaspyrnu fyrir Manchester City hinum megin á vellinum. 

Norðmaðurinn ógurlegi, Erling Haaland, steig á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni í þriðja markinu þegar hann lagði upp á Julian Alvarez. 

Fleiri urðu mörkin ekki, lokaniðurstaða 1-3 sigur Man City sem eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki spilaða. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira