Ráðamenn hafi engan áhuga á ófremdarástandi á lánamarkaði Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 11:06 Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala. Bylgjan Fasteignasali segir að húsnæðislánakerfið hér á landi hafi ekkert skánað á þeim fjörutíu árum síðan verðtrygging var innleidd. „Fólk bara deyfist og svæfist við þetta mótlæti, herðir að sér.“ Þetta sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, þegar hún ræddi stöðuna á húsnæðismarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur fengu Ingibjörgu í viðtal eftir að hafa heyrt af neytanda sem greiðir mánaðarlega 449 þúsund krónur af húsnæðisláni, þar af aðeins 6.780 krónur inn á höfuðstól lánsins. „Þetta er náttúrulega hlutur sem er búið að ræða í áratugi, í raun allt frá því að verðtryggingu var skellt á árið 1980, með þessum Ólafslögum svokölluðu, og þetta átti að vera til skammst tíma. Það var mikil verðbólga í kringum 1980 til 1983, þegar Sigtúnshópurinn var að berjast. Það eru fjörutíu ár síðan og í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Fólk hætti síðast að greiða af láninu Ingibjörg segir að fólk reyni eftir fremsta megni að greiða af húsnæðisláninu og geti þar af leiðandi jafnvel ekki greitt fyrir hádegismat barna sinna í skólanum. „Þetta bitnar náttúrulega harðast á þeim sem eru tiltölulega nýbúin að koma sér út á markað og þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar?“ Ráðamenn hafi takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin Ingibjörg segir að nú sé fólki boðið upp á að greiða allt að þrefalda afborgun frá því sem að best lét, þeim sem tóku lán á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisaði og reynt var að hreyfa við húsnæðismarkaði. „Ég leyfi mér að segja það að ég er farin að efast um að ráðamenn okkar, sem eru ríkisstjórnin og þeir sem sitja á þingi, skilji þetta og að þeir hafi afar takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í þessi mál. Það eru of margir sem synda fram hjá og segja „þetta er ekki mitt vandamál.“.“ Viðtal við Ingibjörgu má heyra í heild sinni hér að neðan: Bítið Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Þetta sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, þegar hún ræddi stöðuna á húsnæðismarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur fengu Ingibjörgu í viðtal eftir að hafa heyrt af neytanda sem greiðir mánaðarlega 449 þúsund krónur af húsnæðisláni, þar af aðeins 6.780 krónur inn á höfuðstól lánsins. „Þetta er náttúrulega hlutur sem er búið að ræða í áratugi, í raun allt frá því að verðtryggingu var skellt á árið 1980, með þessum Ólafslögum svokölluðu, og þetta átti að vera til skammst tíma. Það var mikil verðbólga í kringum 1980 til 1983, þegar Sigtúnshópurinn var að berjast. Það eru fjörutíu ár síðan og í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Fólk hætti síðast að greiða af láninu Ingibjörg segir að fólk reyni eftir fremsta megni að greiða af húsnæðisláninu og geti þar af leiðandi jafnvel ekki greitt fyrir hádegismat barna sinna í skólanum. „Þetta bitnar náttúrulega harðast á þeim sem eru tiltölulega nýbúin að koma sér út á markað og þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar?“ Ráðamenn hafi takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin Ingibjörg segir að nú sé fólki boðið upp á að greiða allt að þrefalda afborgun frá því sem að best lét, þeim sem tóku lán á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisaði og reynt var að hreyfa við húsnæðismarkaði. „Ég leyfi mér að segja það að ég er farin að efast um að ráðamenn okkar, sem eru ríkisstjórnin og þeir sem sitja á þingi, skilji þetta og að þeir hafi afar takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í þessi mál. Það eru of margir sem synda fram hjá og segja „þetta er ekki mitt vandamál.“.“ Viðtal við Ingibjörgu má heyra í heild sinni hér að neðan:
Bítið Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira