„Leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2023 12:37 Þær Jóna Hlín og Dýrunn munu yfirgefa verslunina klukkan hálf tvö, halda á Arnarhól og taka þátt í samstöðufundi kvennaverkfallsins. Vísir/Sigurjón Tvær konur sem vinna í verslun 66° Norður í Bankastræti segja miður að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfalli í allan dag, en þær fá launað frí hjá vinnuveitanda sínum í tvo tíma, til að mæta á samstöðufund kvennaverkfallsins. Þær Dýrunn og Jóna opnuðu verslunina klukkan tíu í morgun. Klukkan hálf tvö fá þær launað frí til hálf fjögur, til að vera viðstaddar samstöðufund kvennaverkfallsins á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö og gert er ráð fyrir að standi í um klukkustund. Uppfært kl 15:12: Forstjóri 66° Norður segir í samtali við fréttastofu að málið sé byggt á misskilningi. Nánar má lesa um það hér. Fréttamaður hitti þær í versluninni, þar sem þær stóðu vaktina ásamt einni samstarfskonu til viðbótar. „Það náðist ekki að manna vaktina með karlmönnum þangað til, allavega fram að fundi,“ segir Dýrunn Elín Jósefsdóttir, starfsmaður 66° Norður í Bankastræti. Eru svona fáir karlar að vinna hérna? „Konurnar eru aðeins fleiri, þannig að þetta bitnar svolítið á okkur. Það var ekki hægt að manna þessa vakt, þannig að við þurfum að vera hér ef við viljum fá borgað,“ segir Jóna Hlín Elíasdóttir, annar starfsmaður verslunarinnar. Karlar taka við að fundi loknum Dýrunn og Jóna munu ekki snúa aftur til vinnu eftir fundinn, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í um klukkustund. Verslunin lokar klukkan sex, en eftir klukkan hálf fjögur fá þær ekki greidd laun. Verslunin verður þó opin, og mönnuð körlum eftir fund. „Okkur finnst náttúrulega bara mjög leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum en við mætum á fundinn og sýnum samstöðu þar,“ segir Dýrunn. Kósí dagur á Ævintýraborg Áhrif verkfallsins mátti glögglega sjá á leikskólanum Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar voru aðeins tveir karlar að vinna, og engin börn. Jóhann Þór er einn tveggja karla sem mætti til vinnu á Ævintýraborg við Eggertsgötu í dag. Að öðru leyti var leikskólinn tómur. Engar konur og engin börn.Vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera svolítið einmanalegt hérna á leikskólanum. En við strákarnir erum bara búnir að vera að þvo þvott og þrífa glugga og borð og svona. Þetta er búið að vera kósí dagur hjá okkur,“ segir Jóhann Þór Bergþórsson, annar tveggja karla á vakt á Ævintýraborg. Alls vinna þrír karlar á leikskólanum en um tuttugu konur, að sögn Jóhanns. „Það eru engin börn hérna og við gætum ekki tekið á móti þeim, fyrst við erum svona fáir.“ Missir af öflugum konum Á veitingastaðnum Gráa kettinum voru engar konur við störf, þegar fréttastofu bar að garði. Vaktin var þó fullmönnuð körlum. Einn þeirra var Hrafnkell Már. „Ég var kallaður út þannig að það gekk bara ágætlega,“ segir Hrafnkell. En saknið þið ekkert kvennanna? „Jú, það er fullt af öflugum konum að vinna hérna,“ sagði Hrafnkell, sem hafði aðeins stutta stund til að ræða við fréttamann, enda staðurinn stútfullur af gestum og hann hafði því nóg að gera. Hrafnkell Már við störf á Gráa kettinum. Hann hafði ekki mikinn tíma til að rabba við fréttamann í annríkinu inni á staðnum.Vísir/Sigurjón Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þær Dýrunn og Jóna opnuðu verslunina klukkan tíu í morgun. Klukkan hálf tvö fá þær launað frí til hálf fjögur, til að vera viðstaddar samstöðufund kvennaverkfallsins á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö og gert er ráð fyrir að standi í um klukkustund. Uppfært kl 15:12: Forstjóri 66° Norður segir í samtali við fréttastofu að málið sé byggt á misskilningi. Nánar má lesa um það hér. Fréttamaður hitti þær í versluninni, þar sem þær stóðu vaktina ásamt einni samstarfskonu til viðbótar. „Það náðist ekki að manna vaktina með karlmönnum þangað til, allavega fram að fundi,“ segir Dýrunn Elín Jósefsdóttir, starfsmaður 66° Norður í Bankastræti. Eru svona fáir karlar að vinna hérna? „Konurnar eru aðeins fleiri, þannig að þetta bitnar svolítið á okkur. Það var ekki hægt að manna þessa vakt, þannig að við þurfum að vera hér ef við viljum fá borgað,“ segir Jóna Hlín Elíasdóttir, annar starfsmaður verslunarinnar. Karlar taka við að fundi loknum Dýrunn og Jóna munu ekki snúa aftur til vinnu eftir fundinn, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í um klukkustund. Verslunin lokar klukkan sex, en eftir klukkan hálf fjögur fá þær ekki greidd laun. Verslunin verður þó opin, og mönnuð körlum eftir fund. „Okkur finnst náttúrulega bara mjög leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum en við mætum á fundinn og sýnum samstöðu þar,“ segir Dýrunn. Kósí dagur á Ævintýraborg Áhrif verkfallsins mátti glögglega sjá á leikskólanum Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar voru aðeins tveir karlar að vinna, og engin börn. Jóhann Þór er einn tveggja karla sem mætti til vinnu á Ævintýraborg við Eggertsgötu í dag. Að öðru leyti var leikskólinn tómur. Engar konur og engin börn.Vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera svolítið einmanalegt hérna á leikskólanum. En við strákarnir erum bara búnir að vera að þvo þvott og þrífa glugga og borð og svona. Þetta er búið að vera kósí dagur hjá okkur,“ segir Jóhann Þór Bergþórsson, annar tveggja karla á vakt á Ævintýraborg. Alls vinna þrír karlar á leikskólanum en um tuttugu konur, að sögn Jóhanns. „Það eru engin börn hérna og við gætum ekki tekið á móti þeim, fyrst við erum svona fáir.“ Missir af öflugum konum Á veitingastaðnum Gráa kettinum voru engar konur við störf, þegar fréttastofu bar að garði. Vaktin var þó fullmönnuð körlum. Einn þeirra var Hrafnkell Már. „Ég var kallaður út þannig að það gekk bara ágætlega,“ segir Hrafnkell. En saknið þið ekkert kvennanna? „Jú, það er fullt af öflugum konum að vinna hérna,“ sagði Hrafnkell, sem hafði aðeins stutta stund til að ræða við fréttamann, enda staðurinn stútfullur af gestum og hann hafði því nóg að gera. Hrafnkell Már við störf á Gráa kettinum. Hann hafði ekki mikinn tíma til að rabba við fréttamann í annríkinu inni á staðnum.Vísir/Sigurjón
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent