Fótbolti

Leik erkifjendanna hætt eftir að flugeld var kastað í leikmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Juankar liggur eftir að flugeld var kastað í hann.
Juankar liggur eftir að flugeld var kastað í hann.

Ekki náðist að ljúka leik erkifjendanna í Grikklandi, Olympiacos og Panathinaikos, þar sem flugeld var kastað í leikmann.

Georgios Vagiannidis kom Panathinaikos yfir á 28. mínútu í leiknum á Karaiskakis leikvanginum í Piraeus í gær en Mady Camara jafnaði fyrir Olympiacos á 48. mínútu.

Skömmu síðar byrjaði Spánverjinn Juankar, leikmaður Panathinaikos, að hita upp á hliðarlínunni. Hann hafði ekki hreyft sig lengi þegar flugeld var kastað í hann.

Samherjar Juankars huguðu að honum og leikurinn var svo stöðvaður og leikmenn fóru til búningsherbergja. Klukkutíma seinna var svo ákveðið að hætta leik en leikmennirnir voru víst tregir til að snúa aftur á völlinn.

Ekki liggur fyrir hvernig málið verður leyst, hvort leiknum verði haldið áfram, úrslitin látin standa eða Panathinaikos dæmdur sigur.

Hörður Björgvin Magnússon leikur með Panathinaikos en er frá vegna meiðsla. Hann sleit krossband í hné í leik AEK Aþenu fyrir mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×