Ósammála um breytt gatnamót við JL-húsið Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 21:31 Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins. Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar. Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar.
Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira