Ósammála um breytt gatnamót við JL-húsið Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 21:31 Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins. Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar. Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar.
Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira