Fótbolti

Leverkusen læðist á toppinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Xabi Alonso hefur fagnað góðu gengi undanfarið sem þjálfari Bayer Leverkusen
Xabi Alonso hefur fagnað góðu gengi undanfarið sem þjálfari Bayer Leverkusen

Fimm knattspyrnuleikir fóru fram síðdegis í þýsku úrvalsdeildinni og sviptingar urðu á toppi deildarinnar. Leverkusen náði sigri gegn Wolfsburg og fer upp í efsta sætið, Stuttgart vann öruggan sigur gegn Union Berlin og kemur sér í annað sætið. 

Bayer Leverkusen eru enn ósigraðir í þýsku úrvalsdeildinni og eru komnir í efsta sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Wolfsburg. Eftir að hafa komist snemma yfir tókst Wolfsburg að jafna leikinn rétt áður en flautað var til hálfleiks. Xabi Alonso gerði svo breytingar á 60. mín sem skiluðu sér fljótt þegar liðið tók forystuna á nýjan leik aðeins tveimur mínútum síðar. 

Stuttgart vann svo öruggan 3-0 sigur gegn Union Berlin sem hafa ekki byrjað tímabilið vel, með tvo sigra og sex töp eftir átta umferðir. Mörk Stuttgart gerðu Serhou Guirassy, sem fór meiddur af velli í fyrri hálfleik, varamaðurinn Silas Mvumpa skoraði svo annað markið áður en Deniz Undav sló útslagið með þriðja markinu. 

Eintracht Frankfurt vann svo góðan sigur gegn Hoffenheim og minnkaði muninn milli liðanna í tvo stig, en þau sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar. RB Leipzig tókst svo að jafna Bayern Munchen að stigum með sigri gegn Darmstadt. Bochum eru enn sigurlausir í 16. sætinu eftir tap á útivelli gegn Freiburg. 

Úrslit dagsins úr þýsku úrvalsdeildinni

Darmstadt - RB Leipzig 1-3

Wolfsburg - Leverkusen 1-2

Union Berlin - Stuttgart 0-3

Hoffenheim - Frankfurt 1-3

Freiburg - Bochum 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×