Innlent

Há­­degis­fréttir Bylgjunnar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.

Neyðaraðstoð var hleypt inn á Gasasvæðið í morgun í fyrsta sinn frá því stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir sléttum tveimur vikum. Birgðirnar eru þó aðeins dropi í hafið, að sögn framkvæmdastjóra Rauðakrossins á Íslandi. Tímamót urðu í gær þegar Hamas sleppti fyrstu gíslum sínum úr haldi frá upphafi innrásar.

Fjallað verður um átökin í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.00.

Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 

Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum borgarinnar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. 

Og þá hélt ein frægasta bygging 20. aldarinnar upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×