Dómari hótar að fangelsa Trump Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 16:27 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Michael M Santiago Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29
Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11