Fótbolti

UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru á­­kveðin von­brigði“

Aron Guðmundsson skrifar
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum Vísir/Hulda Margrét

Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandið (UEFA) hafnaði sam­eigin­legri beiðni knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks og KSÍ um að færa síðasta heima­leik liðsins í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu út fyrir land­steinana. For­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks, Flosi Ei­ríks­son, segir höfnun UEFA vissu­lega von­brigði. Hann treystir þó á að Laugar­dals­völlur verði í leik­hæfu á­standi er Breiða­blik tekur á móti Mac­cabi Tel Aviv í lok nóvember.

„Síðasti leikur okkar í riðla­keppninni er heima­leikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í sam­tali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann mögu­leika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik er­lendis þar sem að er betra veður.

Við á­kváðum að kanna þennan mögu­leika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heima­leiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru á­kveðin von­brigði.“

Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina stað­festa kosti sem mögu­legan leik­stað er­lendis.

„Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fót­bolta­völlum í Evrópu.“

Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugar­dals­velli leik­hæfum á þessum árs­tíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sam­bandið hefur leitað eftir að­stoð frá barna- og mennta­mála­ráðu­neyti, Reykja­víkur­borg og Kópa­vogs­bæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt.

„Þau mál eru að mér vitandi á góðum rek­spöl. Þær við­ræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það ná­kvæm­lega á hreinu hvað hefur gerst undan­farna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leik­fær 9. og 30. nóvember.“

Tíma­bilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita for­ráða­menn liðsins og þjálfara­t­eymi nú leiða til þess að halda leik­mönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sam­bands­deild Evrópu.

Blikar eiga úti­leik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtu­daginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skot­lands á laugar­daginn kemur. Æfa þar í að­draganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingar­leik gegn vara­liði skoska stór­veldisins Glas­gow Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×