UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru ákveðin vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 20. október 2023 07:31 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum Vísir/Hulda Margrét Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hafnaði sameiginlegri beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks og KSÍ um að færa síðasta heimaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu út fyrir landsteinana. Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Flosi Eiríksson, segir höfnun UEFA vissulega vonbrigði. Hann treystir þó á að Laugardalsvöllur verði í leikhæfu ástandi er Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv í lok nóvember. „Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Sjá meira
„Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Sjá meira