Fótbolti

UEFA grípur inn í og frestar leik hjá mót­herjum Breiða­bliks

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Ísrael á dögunum
Frá leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Ísrael á dögunum Vísir/EPA

Evrópska knattspyrnusambandið hefur fresta leik ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv við Zorya Luhansk frá Úkraínu í Sambandsdeild Evrópu vegna ólgunnar í Ísrael og Palestínu.

Liðin leika í sama riðli og Breiðablik í Sambandsdeildinni og átti leikur þeirra að fara fram þann 26.október næstkomandi í Tel Aviv. 

Leikurinn er nú settur á laugardaginn 25. nóvember en komandi leikjum annarra ísraelska liða í Evrópu hefur einnig verið frestað. 

Engir leikir á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins munu fara fram í Ísrael á næstunni. 

Forráðamenn Maccabi Tel Aviv höfðu áður leitað til forráðamanna Zorya Luhansk um frestun á umræddum leik liðanna en úkraínska liðið hafnaði þeirri beiðni. UEFA hefur nú gripið inn í og frestað leiknum.

Breiðablik hefur nú þegar leikið útileik sinn gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Það gerði liðið rúmum tveimur vikum áður en stríðið brast út. get




Fleiri fréttir

Sjá meira


×